Ég man, því er ég Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. nóvember 2011 20:00 Bernskubók eftir Sigurð Pálsson. Bækur. Bernskubók. Sigurður Pálsson. JPV-útgáfa. Minnisbók Sigurðar Pálssonar hlaut fádæma góðar viðtökur þegar hún kom út árið 2007. Þar fjallaði hann um Parísarár sín sem ungs manns og ófáir bókmenntaunnendur hafa síðan haft bókina til hliðsjónar á ferðum sínum um París, farið í nokkurs konar pílagrímsferðir á slóðir Sigurðar. Í Bernskubók seilist hann, eins og nafnið bendir til, enn lengra aftur í tíma og rifjar upp bernskuárin á prestsetrinu Skinnastað í Axarfirði. Hvort fólk flykkist þangað í hópum eftir lestur bókarinnar á eftir að koma í ljós, en sá heimur sem Sigurður dregur upp í bókinni ætti slíka athygli fyllilega skilið – ef hann fyrirfyndist ennþá. Bókin er alls ekki hefðbundin æviminningabók, hér er ekki fylgt línulegri framvindu, enda tekur höfundur fram að hann hafi lengi haft skömm á línulegri frásögn. Frásögnin byrjar þó, eins og vera ber, á fæðingu höfundarins í 30 stiga hita í lok júlí 1948, daginn sem Ólympíuleikarnir voru settir í London. Þessi tenging slær tóninn fyrir frásagnarmáta bókarinnar. Þetta afskekta prestsetur á hjara veraldar er utan við stórviðburði heimsins en um leið allur alheimurinn í augum barnsins. Þar er mannmargt og mikill gestagangur og áhrif umheimsins berast víða að og í ýmsu formi. Á köflum finnst manni að verið sé að lýsa stórhöfðingjasetri á nítjándu öld, en nútíminn hefur hafið innreið sína, eða réttara sagt hefur hana um það leyti sem skáldið fæðist. Skáld fæðist ekki á því andartaki sem barn er borið í heiminn heldur þróast það hægt og hægt, slípast og fágast í særoki bernskunnar. Öðrum þræði fjallar bókin einmitt um það hvernig skáld fæðist og merkilegt nokk eru það náttúra og manneskjur sem kveikja hina skáldlegu skynjun, ekki orð annarra skálda eða frægar bækur, þótt vissulega sé lestur þeirra snar þáttur í uppeldi prestsbarnanna á Skinnastað. Sigurður lýsir fádæma vel vaknandi skynjun barnsins á umhverfinu, glímunni við það, sigrum og ósigrum í átökum við veðurfar og aðstæður, fólk og framandi hluti. Það er nefnilega hvorki einfalt né auðvelt að vera barn og sjaldgæft að sjá fullorðinn mann koma skynjun þess eins vel til skila og hér er gert. Öllu er lýst frá sjónarhorni barnsins í gegnum hugsun hins fullorðna manns og sköpun höfundarins og útkoman er ein sú albesta bók sem ég hef lesið um uppvöxtinn og leiðina til þroska. Stíllinn er tær og rennur eins og bæjarlækur, án allra krúsidúlla eða upphafningar. Inn á milli skýtur Sigurður ljóðum sem hann hefur áður birt eftir að hafa greint frá þeim hughrifum eða reynslu sem urðu kveikja þeirra. Þannig verður bókin ekki bara skemmtileg og fróðleg lýsing á bernsku í afskektri sveit upp úr miðri síðustu öld heldur um leið gluggi inn í þróun skáldskaparins og sjálfstæðrar hugsunar. Niðurstaða: Heillandi lýsing á uppvexti skálds, þar sem skynjun barnsins rennur í gegnum rökhugsun hins fullorðna manns og skapar dýpt og víddir sem vandfundnar eru í æviminningum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Bækur. Bernskubók. Sigurður Pálsson. JPV-útgáfa. Minnisbók Sigurðar Pálssonar hlaut fádæma góðar viðtökur þegar hún kom út árið 2007. Þar fjallaði hann um Parísarár sín sem ungs manns og ófáir bókmenntaunnendur hafa síðan haft bókina til hliðsjónar á ferðum sínum um París, farið í nokkurs konar pílagrímsferðir á slóðir Sigurðar. Í Bernskubók seilist hann, eins og nafnið bendir til, enn lengra aftur í tíma og rifjar upp bernskuárin á prestsetrinu Skinnastað í Axarfirði. Hvort fólk flykkist þangað í hópum eftir lestur bókarinnar á eftir að koma í ljós, en sá heimur sem Sigurður dregur upp í bókinni ætti slíka athygli fyllilega skilið – ef hann fyrirfyndist ennþá. Bókin er alls ekki hefðbundin æviminningabók, hér er ekki fylgt línulegri framvindu, enda tekur höfundur fram að hann hafi lengi haft skömm á línulegri frásögn. Frásögnin byrjar þó, eins og vera ber, á fæðingu höfundarins í 30 stiga hita í lok júlí 1948, daginn sem Ólympíuleikarnir voru settir í London. Þessi tenging slær tóninn fyrir frásagnarmáta bókarinnar. Þetta afskekta prestsetur á hjara veraldar er utan við stórviðburði heimsins en um leið allur alheimurinn í augum barnsins. Þar er mannmargt og mikill gestagangur og áhrif umheimsins berast víða að og í ýmsu formi. Á köflum finnst manni að verið sé að lýsa stórhöfðingjasetri á nítjándu öld, en nútíminn hefur hafið innreið sína, eða réttara sagt hefur hana um það leyti sem skáldið fæðist. Skáld fæðist ekki á því andartaki sem barn er borið í heiminn heldur þróast það hægt og hægt, slípast og fágast í særoki bernskunnar. Öðrum þræði fjallar bókin einmitt um það hvernig skáld fæðist og merkilegt nokk eru það náttúra og manneskjur sem kveikja hina skáldlegu skynjun, ekki orð annarra skálda eða frægar bækur, þótt vissulega sé lestur þeirra snar þáttur í uppeldi prestsbarnanna á Skinnastað. Sigurður lýsir fádæma vel vaknandi skynjun barnsins á umhverfinu, glímunni við það, sigrum og ósigrum í átökum við veðurfar og aðstæður, fólk og framandi hluti. Það er nefnilega hvorki einfalt né auðvelt að vera barn og sjaldgæft að sjá fullorðinn mann koma skynjun þess eins vel til skila og hér er gert. Öllu er lýst frá sjónarhorni barnsins í gegnum hugsun hins fullorðna manns og sköpun höfundarins og útkoman er ein sú albesta bók sem ég hef lesið um uppvöxtinn og leiðina til þroska. Stíllinn er tær og rennur eins og bæjarlækur, án allra krúsidúlla eða upphafningar. Inn á milli skýtur Sigurður ljóðum sem hann hefur áður birt eftir að hafa greint frá þeim hughrifum eða reynslu sem urðu kveikja þeirra. Þannig verður bókin ekki bara skemmtileg og fróðleg lýsing á bernsku í afskektri sveit upp úr miðri síðustu öld heldur um leið gluggi inn í þróun skáldskaparins og sjálfstæðrar hugsunar. Niðurstaða: Heillandi lýsing á uppvexti skálds, þar sem skynjun barnsins rennur í gegnum rökhugsun hins fullorðna manns og skapar dýpt og víddir sem vandfundnar eru í æviminningum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira