Ekki jól án jólakökunnar 1. nóvember 2011 00:01 Deborah er fædd á Nýja-Sjálandi en fluttist átta ára til Ástralíu. Hún útskrifaðist af skrifstofubraut MK í vor og leitar nú að vinnu. Hér bakar hún með syninum Andrew og setur líka jólakökudeig í múffuform til fallegra vinagjafa á aðventunni. fréttablaðið/anton Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku. „Ensk jólakaka er sparikaka og engin jól í Ástralíu ef kökuna vantar á borðið," segir Deborah yfir bakstrinum sem hún hóf að þróa þegar hún flutti til Íslands fyrir 21 ári, því heima í Ástralíu er vaninn að kaupa jólakökuna úr búð. „Það er lítið mál að baka enska jólaköku þótt í hana fari margvíslegt hráefni. Ég vil vökva hana í mánuð og geta byrjað að smakka um miðja aðventu, en kakan er svo mikið spari að maður fær sér nettar sneiðar og lætur hana duga til áramóta. Heimilisfólkið er sólgið í kökuna, en ég fel hana í lokuðu boxi þar sem enginn finnur hana," segir Deborah hlæjandi og sæl á íslenskum vetri, þegar sumartíð stendur sem hæst í Ástralíu. „Jól í Ástralíu eru yfir grilli á ströndinni eða við sundlaug. Þar er útilokað að innbyrða þungan mat vegna hita og flestar jólagjafir snúa að sumrinu. Íslensk jól eru því miklum mun hátíðlegri og það þykir mér yndislegt, eins og ljós í glugga, bakstur á aðventu og allar hefðirnar. Mamma hefur átt ein jól hjá okkur og fannst þau hennar allra bestu á ævinni," segir Deborah, sem ávallt heldur tvenn pakkajól við fögnuð barna sinna. „Ég vil opna pakkana frá minni fjölskyldu á jóladagsmorgun eins og tíðkast í Ástralíu en á aðfangadagskvöld höldum við íslensk jól. Ég fæ alltaf heimþrá af og til, þótt mér líði vel á Íslandi, en það á trúlega við alla sem búa fjarri ættjörð sinni og ekki síst um jól." Ensk jólakaka DeboruhEnsk jólakaka er dásamleg, áfeng upplifun. Deborah útbýr alltaf auka jólaköku sem hún bleitir í með safa úr nýkreistum appelsínum og hefur slegið í gegn hjá börnum hennar og eiginmanni.340 g smjör (mjúkt) 2 bollar púðursykur 6 egg 2 og 2/3 bollar hveiti klípa af salti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. allrahanda 1 tsk. negull 1 tsk. kanill 340 g ljósar rúsínur 340 g dökkar rúsínur 340 g kúrennur (ég hef notað þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita) 115 g súkkat 180 g kokkteilber (blandaðir litir) ½ bolli afhýddar möndlur, hakkaðar fínt fínt rifinn börkur og safi úr sítrónu ¼ bolli romm/sérrí/brandí (eða appelsínusafi) Setjið bökunarpappír í kringlótt kökuform. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við eggjum, einu í einu, ásamt hluta hveitis. Sigtið nú hveiti í aðra skál og bætið við salti, lyftidufti og kryddi. Hrærið saman og blandið út í þurrkuðum ávöxtum, súkkati, kokkteilberjum og hökkuðum möndlum. Hrærið eggja- og smjörblöndu, sítrónuberki, sítrónusafa og helmingi áfengis saman við. Hellið deiginu í form og sléttið úr. Bökunartími ræðst af lögun og stærð formsins. Mælt er með bökun í 3½ klukkustund, en best að athuga kökuna eftir 1½ klukkustund. Stingið þá prjóni í kökuna. Ef hann er þurr og kakan hæfilega stíf er hún tilbúin. Bakist við 140°C. Vökva þarf kökuna einu sinni í viku með afgangi af víni eða appelsínusafa, um 2-3 matskeiðar hverju sinni. Best er að stinga á hana göt með prjóni svo vökvinn renni betur inn í hana. Kakan er tilbúin eftir mánuð en sumir geta ekki beðið svo lengi. thordis@frettabladid.is Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól
Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku. „Ensk jólakaka er sparikaka og engin jól í Ástralíu ef kökuna vantar á borðið," segir Deborah yfir bakstrinum sem hún hóf að þróa þegar hún flutti til Íslands fyrir 21 ári, því heima í Ástralíu er vaninn að kaupa jólakökuna úr búð. „Það er lítið mál að baka enska jólaköku þótt í hana fari margvíslegt hráefni. Ég vil vökva hana í mánuð og geta byrjað að smakka um miðja aðventu, en kakan er svo mikið spari að maður fær sér nettar sneiðar og lætur hana duga til áramóta. Heimilisfólkið er sólgið í kökuna, en ég fel hana í lokuðu boxi þar sem enginn finnur hana," segir Deborah hlæjandi og sæl á íslenskum vetri, þegar sumartíð stendur sem hæst í Ástralíu. „Jól í Ástralíu eru yfir grilli á ströndinni eða við sundlaug. Þar er útilokað að innbyrða þungan mat vegna hita og flestar jólagjafir snúa að sumrinu. Íslensk jól eru því miklum mun hátíðlegri og það þykir mér yndislegt, eins og ljós í glugga, bakstur á aðventu og allar hefðirnar. Mamma hefur átt ein jól hjá okkur og fannst þau hennar allra bestu á ævinni," segir Deborah, sem ávallt heldur tvenn pakkajól við fögnuð barna sinna. „Ég vil opna pakkana frá minni fjölskyldu á jóladagsmorgun eins og tíðkast í Ástralíu en á aðfangadagskvöld höldum við íslensk jól. Ég fæ alltaf heimþrá af og til, þótt mér líði vel á Íslandi, en það á trúlega við alla sem búa fjarri ættjörð sinni og ekki síst um jól." Ensk jólakaka DeboruhEnsk jólakaka er dásamleg, áfeng upplifun. Deborah útbýr alltaf auka jólaköku sem hún bleitir í með safa úr nýkreistum appelsínum og hefur slegið í gegn hjá börnum hennar og eiginmanni.340 g smjör (mjúkt) 2 bollar púðursykur 6 egg 2 og 2/3 bollar hveiti klípa af salti 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. allrahanda 1 tsk. negull 1 tsk. kanill 340 g ljósar rúsínur 340 g dökkar rúsínur 340 g kúrennur (ég hef notað þurrkaðar apríkósur, skornar í litla bita) 115 g súkkat 180 g kokkteilber (blandaðir litir) ½ bolli afhýddar möndlur, hakkaðar fínt fínt rifinn börkur og safi úr sítrónu ¼ bolli romm/sérrí/brandí (eða appelsínusafi) Setjið bökunarpappír í kringlótt kökuform. Hrærið saman smjör og sykur þar til létt og ljóst. Bætið við eggjum, einu í einu, ásamt hluta hveitis. Sigtið nú hveiti í aðra skál og bætið við salti, lyftidufti og kryddi. Hrærið saman og blandið út í þurrkuðum ávöxtum, súkkati, kokkteilberjum og hökkuðum möndlum. Hrærið eggja- og smjörblöndu, sítrónuberki, sítrónusafa og helmingi áfengis saman við. Hellið deiginu í form og sléttið úr. Bökunartími ræðst af lögun og stærð formsins. Mælt er með bökun í 3½ klukkustund, en best að athuga kökuna eftir 1½ klukkustund. Stingið þá prjóni í kökuna. Ef hann er þurr og kakan hæfilega stíf er hún tilbúin. Bakist við 140°C. Vökva þarf kökuna einu sinni í viku með afgangi af víni eða appelsínusafa, um 2-3 matskeiðar hverju sinni. Best er að stinga á hana göt með prjóni svo vökvinn renni betur inn í hana. Kakan er tilbúin eftir mánuð en sumir geta ekki beðið svo lengi. thordis@frettabladid.is
Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Sósan má ekki klikka Jól Jólaguðspjallið Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól