Langdregin vessaveisla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. nóvember 2011 15:00 The Human Centipede 2. Bíó. The Human Centipede 2. Leikstjóri: Tom Six. Leikarar: Laurence R. Harvey, Ashlynn Yennie, Vivien Bridson. Hollenski leikstjórinn Tom Six hefur enn ekki komist af þermistiginu og slengir hér framan í áhorfendur öðrum hluta í þríleik sínum um hina mennsku margfætlu. Í fyrstu myndinni hlífði hann okkur við grafískum skotum af blóði og hægðum, en nú er komið að skuldadögum og vessarnir hreinlega leka af tjaldinu í þessari ógeðfelldu framhaldsmynd. Dvergvaxni málleysinginn Martin stúderar fyrstu myndina í þaula á meðan hann fullnægir sér með sandpappír utan um lókinn. Hann safnar fórnarlömbum til þess að búa til sína eigin margfætlu, en hann ætlar að sauma saman 12 manns í það heila. Minna má það nú ekki vera. Öllu er tjaldað til svo myndin sé sem mest sjokkerandi. Við sjáum fyrrnefndu blóðugu sjálfsfróunarsenuna, óléttri konu misþyrmt, tennur slegnar úr munni með hamri, gaddavírsnauðgun, svo ekki sé minnst á alla leðjuna sem rennur afturenda og munna á milli. Allt væri þetta tiltölulega gott og blessað ef myndin væri ekki svona hryllilega illa gerð og leiðinleg. Að misbjóða áhorfendum sínum með ofbeldi og úrkynjun er eitt, en að láta þeim drepleiðast allan tímann er óafsakanlegt. Niðurstaða: Langdregin og húmorslaus vessaveisla sem höfðar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks. Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Bíó. The Human Centipede 2. Leikstjóri: Tom Six. Leikarar: Laurence R. Harvey, Ashlynn Yennie, Vivien Bridson. Hollenski leikstjórinn Tom Six hefur enn ekki komist af þermistiginu og slengir hér framan í áhorfendur öðrum hluta í þríleik sínum um hina mennsku margfætlu. Í fyrstu myndinni hlífði hann okkur við grafískum skotum af blóði og hægðum, en nú er komið að skuldadögum og vessarnir hreinlega leka af tjaldinu í þessari ógeðfelldu framhaldsmynd. Dvergvaxni málleysinginn Martin stúderar fyrstu myndina í þaula á meðan hann fullnægir sér með sandpappír utan um lókinn. Hann safnar fórnarlömbum til þess að búa til sína eigin margfætlu, en hann ætlar að sauma saman 12 manns í það heila. Minna má það nú ekki vera. Öllu er tjaldað til svo myndin sé sem mest sjokkerandi. Við sjáum fyrrnefndu blóðugu sjálfsfróunarsenuna, óléttri konu misþyrmt, tennur slegnar úr munni með hamri, gaddavírsnauðgun, svo ekki sé minnst á alla leðjuna sem rennur afturenda og munna á milli. Allt væri þetta tiltölulega gott og blessað ef myndin væri ekki svona hryllilega illa gerð og leiðinleg. Að misbjóða áhorfendum sínum með ofbeldi og úrkynjun er eitt, en að láta þeim drepleiðast allan tímann er óafsakanlegt. Niðurstaða: Langdregin og húmorslaus vessaveisla sem höfðar ekki einu sinni til markhóps síns, hryllingsmyndaáhugafólks.
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Bíó og sjónvarp Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira