Pálmi Rafn: Þetta er alveg hræðilegt ástand Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2011 07:00 Pálmi Rafn Pálmason vonast til þess að finna sér lið á Norðurlöndunum. Mynd/Valli „Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
„Það er allt í steik hérna. Maður þakkar Guði fyrir að vera að losna undan samningi hérna,“ segir Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason um ástandið hjá félagi sínu, Stabæk. Félagið virðist vera svo gott sem gjaldþrota og á mánudag var tilkynnt að félagið þyrfti að skera niður kostnað sem nemur um 700 milljónum króna. Þeir sex leikmenn, fyrir utan Pálma, sem eru að klára samning fá væntanlega ekki nýtt tilboð og félagið mun þess utan þurfa að losa sig við 6-7 leikmenn. Framtíð félagsins er því í algjörri óvissu. „Það er þung stemning hérna núna. Fundurinn var mjög erfiður fyrir alla enda þarf að segja upp fullt af starfsfólki, ekki bara leikmönnum. Sá fundur var mjög þungur. Það er óhætt að segja að það sé ekkert spes stemning hérna núna,“ segir Pálmi sem verður samningslaus um áramótin. „Það verður lítið eftir þegar rúmlega tíu leikmenn verða kannski farnir. Þetta er því hræðilegt ástand. Það segir sig sjálft.“ Pálmi er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Stabæk en þar er einnig bakvörðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og óljóst hvort félagið ætli sér að óska eftir kröftum hans áfram. Þá er enn óljóst hvað verður aðhafst í máli Stabæk vegna sölunnar á Veigari Páli Gunnarssyni en það mál er í rannsókn hjá lögreglu. Félagið er þar sakað um að hafa reynt að falsa kaupverðið á Veigari Páli til Valerenga, í von um að komast hjá því að greiða franska félaginu Nancy helming söluverðsins.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira