Forneskjulegt framtíðarpopp Trausti Júlíusson skrifar 23. nóvember 2011 14:00 Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Nology. Nolo. Dúettinn Nolo er skipaður þeim Ívari Björnssyni og Jóni Gabríel Lorange. Þeir hafa starfað saman síðan um mitt ár 2009 og vöktu fyrst athygli fyrir smáskífur sem þeir settu inn á Gogoyoko og svo fyrir skemmtilega frammistöðu á tónleikum. Í byrjun árs 2010 kom frá þeim 8 laga EP-plata, en Nology er fyrsta Nolo-platan í fullri lengd. Tónlist Nolo var frá upphafi sér á báti. Hljómurinn þeirra er sérstakur - eiginlega forneskjulega framtíðarlegur. Hann einkennist af gamaldags syntahljómi, trommuheilatöktum og gítarleik. Lagasmíðarnar eru skemmtilegar, melódískar og grípandi og oft með einföldum og stuðvekjandi takti undir. Svo hafa drengirnir líka flottar söngraddir. Nology var tekin upp í hljóðveri undir stjórn Svavars Péturs Eysteinssonar og Loga Höskuldssonar, en ekki heima í herbergi eins og fyrri platan. Hljómurinn er þess vegna betri, en sem betur fer eru öll Nolo-einkennin samt enn til staðar. Nology er ein af skemmtilegustu plötum ársins. Hún er fjórtán laga og lögin eru hvert öðru flottara, en mín uppáhaldslög eru samt Polka, Put on a Face Boy, Taxi og hið óviðjafnanlega Bus Seats, með textanum um sætin í strætó sem þeir Nolo-menn bera mikla umhyggju fyrir. Á heildina litið er þetta frábær plata frá einstakri hljómsveit. Forneskjulegt framtíðarpopp í hæsta gæðaflokki. Niðurstaða: Fyrsta Nolo-platan í fullri lengd stendur undir öllum væntingunum sem til hennar voru gerðar.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira