Hugljúf og grípandi Freyr Bjarnason skrifar 24. nóvember 2011 11:30 Wonderful Secrets með Togga. Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira