Hugljúf og grípandi Freyr Bjarnason skrifar 24. nóvember 2011 11:30 Wonderful Secrets með Togga. Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Toggi. Wonderful Secrets. Fyrsta plata Togga kom út fyrir fimm árum og þar var hann í trúbadoragírnum. Hún fékk ágætar viðtökur en Toggi varð þekktara nafn eftir að bæði Páll Óskar og síðar meir Hjaltalín fluttu lag hans við texta Páls Óskars, Þú komst við hjartað í mér. Vinsældir lagsins voru gríðarlegar og á endanum var það kjörið lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Með þeirri lagasmíð sýndi Toggi og sannaði að hann getur samið grípandi popplög og það er einmitt slatti af þeim á Wonderful Secrets. Platan er fjölbreyttari en sú fyrri og meiri hljómsveitarbragur á henni enda samdi Toggi lögin í samstarfi við hljómsveit sína sem hann stofnaði eftir útgáfu fyrstu plötunnar Puppy. Toggi daðrar við ástina í textum sínum og lögin eru mörg hver hugljúf. Platan hefst á fínu lagi, Let Them Bleed, þar sem tekist er á við bankahrunið. Nokkur góð fylgja í kjölfarið, þar á meðal Violet Drama Queen og Wonderful sem er besta lag plötunnar. Gæðin eru minni á seinni helmingnum. Aðeins hið dansskotna The One You Used to Skip stendur fyrir sínu á meðan rólegu lögin Secrets, Lancelot & Guinevere, I Collect Books og Karaoke Night eru ekki nógu spennandi. Svo virðist sem Togga fari betur að semja hefðbundin, silkimjúk popplög sem límast við heilann heldur en tilfinningaríkar ballöður. Sem sagt: Toggi kann að semja hugljúf og grípandi popplög.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira