Opna á viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný 29. nóvember 2011 05:30 Haraldur Jónsson Forstjóri Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, er ánægður með að greiðslutryggingarfyrirtækið Euler Hermes hafi á ný hafið viðskipti við íslensk fyrirtæki. Stærsta greiðslutryggingafyrirtæki heims, Euler Hermes, hefur hafið viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný. Fyrirtækið lokaði á viðskipti við íslensk fyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Euler Hermes tilkynnti íslenska innflutningsfyrirtækinu Innnes þetta fyrir helgi en Innnes hefur allt frá hruni staðið fyrir reglulegri upplýsingagjöf til Euler Hermes um stöðuna á Íslandi. „Ég efast um að margir átti sig á því hvað þetta er örugglega búið að valda mörgum fyrirtækjum á Íslandi miklum erfiðleikum,“ segir Haraldur Jónsson, forstjóri Innnes, og bætir við: „Nokkrir af mínum birgjum fara með öll sín viðskipti í gegnum Euler Hermes og frá 2008 höfum við þurft að greiða þessum birgjum annaðhvort með staðgreiðslu eða þá hafa bankaábyrgð á greiðslunum. Þetta hefur kostað okkur talsverða fjármuni.“ Innnes hefur nú endurheimt sömu greiðslufresti og það hafði fyrir hrun en fyrirtækið skiptir við um 100 erlenda birgja um allan heim. Haraldur bætir þó við að margir þeirra hafi sýnt stöðu Innnes skilning eftir að bankahrunið varð og ekki breytt kjörum fyrirtækisins. Þá segir hann að þrátt fyrir að Innnes hafi nú hafið viðskipti við Euler Hermes á ný sé ekki sjálfgefið að fyrirtækið hefji aftur viðskipti við öll önnur íslensk fyrirtæki. Tvö önnur greiðslutryggingafyrirtæki, Astradius og Coface, hafa átt í takmörkuðum viðskiptum við íslensk fyrirtæki síðustu misseri. Euler Hermes er hins vegar stærst á þessu sviði og margir erlendir birgjar eru aðeins með tryggingasamninga við Euler Hermes. Ákvörðun Euler Hermes hefur því mikla þýðingu fyrir fyrirtæki á borð við Innnes.- mþl Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Stærsta greiðslutryggingafyrirtæki heims, Euler Hermes, hefur hafið viðskipti við íslensk fyrirtæki á ný. Fyrirtækið lokaði á viðskipti við íslensk fyrirtæki í kjölfar bankahrunsins. Euler Hermes tilkynnti íslenska innflutningsfyrirtækinu Innnes þetta fyrir helgi en Innnes hefur allt frá hruni staðið fyrir reglulegri upplýsingagjöf til Euler Hermes um stöðuna á Íslandi. „Ég efast um að margir átti sig á því hvað þetta er örugglega búið að valda mörgum fyrirtækjum á Íslandi miklum erfiðleikum,“ segir Haraldur Jónsson, forstjóri Innnes, og bætir við: „Nokkrir af mínum birgjum fara með öll sín viðskipti í gegnum Euler Hermes og frá 2008 höfum við þurft að greiða þessum birgjum annaðhvort með staðgreiðslu eða þá hafa bankaábyrgð á greiðslunum. Þetta hefur kostað okkur talsverða fjármuni.“ Innnes hefur nú endurheimt sömu greiðslufresti og það hafði fyrir hrun en fyrirtækið skiptir við um 100 erlenda birgja um allan heim. Haraldur bætir þó við að margir þeirra hafi sýnt stöðu Innnes skilning eftir að bankahrunið varð og ekki breytt kjörum fyrirtækisins. Þá segir hann að þrátt fyrir að Innnes hafi nú hafið viðskipti við Euler Hermes á ný sé ekki sjálfgefið að fyrirtækið hefji aftur viðskipti við öll önnur íslensk fyrirtæki. Tvö önnur greiðslutryggingafyrirtæki, Astradius og Coface, hafa átt í takmörkuðum viðskiptum við íslensk fyrirtæki síðustu misseri. Euler Hermes er hins vegar stærst á þessu sviði og margir erlendir birgjar eru aðeins með tryggingasamninga við Euler Hermes. Ákvörðun Euler Hermes hefur því mikla þýðingu fyrir fyrirtæki á borð við Innnes.- mþl
Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira