Sálmur 76 - Hin fegursta rósin er fundin 1. nóvember 2011 00:01 Brorson - Helgi Hálfdánarson Hjá J. Klug, Wittenberg 1542 - Sb. 1886 HIN fegursta rósin er fundin og fagnaðarsæl komin stundin. Er frelsarinn fæddist á jörðu, hún fannst meðal þyrnanna hörðu. Upp frá því oss saurgaði syndin og svívirt var Guðs orðin myndin, var heimur að hjálpræði snauður og hver einn í ranglæti dauður. Þá skaparinn himinrós hreina í heiminum spretta lét eina, vorn gjörspi11tan gróður að bæta og gjöra hans beiskjuna sæta. Þú, rós mín, ert ró mínu geði, þú, rós mín, ert skart mitt og gleði, þú harmanna beiskju mér bætir, þú banvænar girndir upprætir. Þótt heimur mig hamingju sneyði, þótt harðir mig þyrnarnir meiði, þótt hjartanu' af hrellingu svíði, ég held þér, mín rós, - og ei kvíði. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól
Brorson - Helgi Hálfdánarson Hjá J. Klug, Wittenberg 1542 - Sb. 1886 HIN fegursta rósin er fundin og fagnaðarsæl komin stundin. Er frelsarinn fæddist á jörðu, hún fannst meðal þyrnanna hörðu. Upp frá því oss saurgaði syndin og svívirt var Guðs orðin myndin, var heimur að hjálpræði snauður og hver einn í ranglæti dauður. Þá skaparinn himinrós hreina í heiminum spretta lét eina, vorn gjörspi11tan gróður að bæta og gjöra hans beiskjuna sæta. Þú, rós mín, ert ró mínu geði, þú, rós mín, ert skart mitt og gleði, þú harmanna beiskju mér bætir, þú banvænar girndir upprætir. Þótt heimur mig hamingju sneyði, þótt harðir mig þyrnarnir meiði, þótt hjartanu' af hrellingu svíði, ég held þér, mín rós, - og ei kvíði.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Dönsk jólagæs vék fyrir sænskri skinku Jól Gæludýrin veikjast af jólamat og skrauti Jól Kveikt á trénu í Smáralind Jól