Sálmur 77 - Kom blessuð, ljóssins hátíð 1. nóvember 2011 00:01 Guðmundur Guðmundsson Franskt frá 16. öld - hjá H. Albert 1648 - Sb. 1945 KOM blessuð, ljóssins hátíð, - helgi þín minn hug og vilja göfgi, vermi, fylli, svo máttug verði' og heilög hugsun mín og hörpu mína Drottins andi stilli. Ó, send mér, Guð minn, geislabrot í nótt, er glóir stjarna þín í bláu heiði, sem gefur barni veiku viljaþrótt að vinna þér á hverju æviskeiði. Mig vantar styrk í kærleik, kraft í trú, og kristilega auðmýkt barnsins góða. En veikleik minn og breyskleik þekkir þú og þrá míns hjarta, bænarmálið hljóða. Ó, gef mér kraft að græða fáein sár, og gjörðu bjart og hreint í sálu minni, svo verði' hún kristalstær sem barnsins tár og tindri' í henni ljómi' af hátign þinni. Ó, gef mér barnsins glaðan jólahug, við geisla ljósadýrðar vært er sofnar. Þá hefur sál mín sig til þín á flug, og sérhvert ský á himni mínum rofnar. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Ó Grýla, Ómar Ragnarsson Jól Kærastinn gerði ekki eins og pabbi Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól
Guðmundur Guðmundsson Franskt frá 16. öld - hjá H. Albert 1648 - Sb. 1945 KOM blessuð, ljóssins hátíð, - helgi þín minn hug og vilja göfgi, vermi, fylli, svo máttug verði' og heilög hugsun mín og hörpu mína Drottins andi stilli. Ó, send mér, Guð minn, geislabrot í nótt, er glóir stjarna þín í bláu heiði, sem gefur barni veiku viljaþrótt að vinna þér á hverju æviskeiði. Mig vantar styrk í kærleik, kraft í trú, og kristilega auðmýkt barnsins góða. En veikleik minn og breyskleik þekkir þú og þrá míns hjarta, bænarmálið hljóða. Ó, gef mér kraft að græða fáein sár, og gjörðu bjart og hreint í sálu minni, svo verði' hún kristalstær sem barnsins tár og tindri' í henni ljómi' af hátign þinni. Ó, gef mér barnsins glaðan jólahug, við geisla ljósadýrðar vært er sofnar. Þá hefur sál mín sig til þín á flug, og sérhvert ský á himni mínum rofnar.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Jóladádýr með súkkulaðisósu Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Ó Grýla, Ómar Ragnarsson Jól Kærastinn gerði ekki eins og pabbi Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Hráfæðissæla með jarðarberjakremi og ferskum berjum Jólin Gáttaþefur kom í nótt Jól Fjölskyldan sameinast á aðventunni Jól