Pálmi Rafn: Kostur að þurfa ekki að flytja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2011 06:00 Pálmi Rafn Pálmason. Mynd/Stefán Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason hefur fundið sér nýtt félag í norsku úrsvalsdeildinni en hann hefur yfirgefið Stabæk og mun spila með Lilleström næstu þrjú árin. Pálmi var að klára fjórða tímabil sitt með Stabæk en liðið á miklum fjárhagserfiðleikum og berst við það að forðast gjaldþrot. „Það er mjög ljúft að vera búinn að ganga frá þessu og geta farið heim í próf og frí án þess að hafa áhyggjur. Það var fínt að klára þetta,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason staddur á flugvellinum í Ósló á leiðinni heim til Íslands. „Það var annað í boði en þetta hljómaði spennandi og þetta er flottur klúbbur. Við þurfum líka ekki að flytja sem er plús. Þetta er í 20-25 mínútna fjarlægð frá Ósló, sem er mjög gott,“ sagði Pálmi. Þrír íslenskir leikmenn spiluðu með Lilleström á síðasta tímabili. Það eru markvörðurinn Stefán Logi Magnússon, miðjumaðurinn Stefán Gíslason og sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson. Hann náði því að vera norskur meistari á sínu fyrsta ári með Stabæk árið 2008 og segir að það væri gaman að upplifa slíkt aftur. Lilleström náði bara þrettánda sæti á síðasta tímabili og hefur ekki komist ofar en í tíunda sæti þann tíma sem Pálmi Rafn hefur spilað í Noregi. „Það er stefnan að gera eitthvað stórt á næsta ári og á næstu árum. Það er mikill metnaður í þeim og það er vonandi að við fáum það í gang,“ sagði Pálmi. „Pálmi er sókndjarfur miðjumaður sem bæði skorar og leggur upp mörk. Hann er dæmigerður íslenskur leikmaður sem er vinnusamur og passar því vel inn í okkar lið,“ sagði Torgeir Bjarmann, yfirmaður íþróttamála hjá Lilleström, á heimasíðu félagsins. „Þeir eru vanir því að hafa góða Íslendinga hjá sér og vænta þess sama frá mér líka,“ segir Pálmi, en fyrst er það skólinn sem kallar og því er enginn tími til að fagna nýjum samningi á næstunni. „Ég er í sálfræði í fjarnámi og það er próf strax á morgun. Ég þarf að reyna að fara að einbeita mér að því. Það var því léttir að ná að klára þetta. Ég fer síðan út eftir áramót og við byrjum að æfa 9. janúar,“ sagði Pálmi Rafn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Sjá meira