Sjálfstæði Palestínu viðurkennt á Íslandi 16. desember 2011 04:30 Viðurkenning afhent Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, ræðir við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Svein Rúnar Hauksson, formann Félagsins Ísland-Palestína, og Salman Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi.fréttablaðið/GVA „Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
„Þetta er mjög mikilvægt því þetta auðveldar öðrum ríkjum að fylgja í kjölfarið,“ sagði Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, þegar hann tók við viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínuríkis í gær. Það var Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sem lýsti yfir viðurkenningu íslensku þjóðarinnar á sjálfstæði Palestínuríkis, miðað við landamærin eins og þau voru fyrir hernám Ísraels árið 1967. Össur sagði þessa stund verða bæði sér og öllum viðstöddum ógleymanlega. „Ísland hefur nú staðið við þau loforð sem gefin hafa verið um stuðning við Palestínumenn, og við ætlum að halda áfram að veita Palestínumönnum stuðning okkar,“ sagði Össur. Viðstaddir athöfnina, sem haldin var í bókasal Þjóðmenningarhússins, voru meðal annars ýmsir íslenskir þingmenn og ráðherrar ásamt allmörgum þeirra Palestínumanna sem búsettir eru á Íslandi. Að lokinni athöfninni gaf Malki sér góðan tíma til að ræða við þessa palestínsku íbúa Íslands. „Nú þegar hafa 130 ríki víðs vegar um heim viðurkennt sjálfstæði,“ sagði Malki, „en þessi ákvörðun Íslands hefur allt annað vægi.“ Ísland er fyrsta vestræna ríkið sem viðurkennir sjálfstæði Palestínu. Flest ríki Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku viðurkenndu hins vegar sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. Vesturlönd hafa hins vegar tekið þann pól í hæðina, að betra sé að Ísraelar og Palestínumenn semji sín á milli frekar en að viðurkenna þessa einhliða ákvörðun Palestínumanna. Spurður um friðarferlið milli Palestínumanna og Ísraels sagði Malki það vera statt „í frystikistu“ og ekkert þokast. Bæði Össur og Malki sögðu það hafa sérstaka þýðingu að Alþingi hafi samþykkt að viðurkenna sjálfstæði Palestínu 29. nóvember síðastliðinn, á alþjóðlegum samstöðudegi með Palestínu. Malki utanríkisráðherra kom til landsins á miðvikudag og hefur átt fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, Jóni Gnarr borgarstjóra og utanríkismálanefnd. Þá heimsótti hann Alþingi og flutti í gær erindi í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og utanríkisráðuneytisins. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira