Mugison með sex tilnefningar 17. desember 2011 11:00 María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, greinir frá tilnefningunum. Beggja vegna hennar eru Stuðmennirnir fyrrverandi, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir. Fréttablaðið/Valli Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar. Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar.
Tónlist Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira