Snjókorn falla Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. desember 2011 22:00 Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira
Bíó. Hjem til jul. Leikstjórn: Bent Hamer. Leikarar: Trond Fausa Aurvåg, Fridtjov Såheim, Reidar Sørensen, Ingunn Beate Øyen, Nina Andresen Borud, Tomas Norström, Joachim Calmeyer, Cecilie Mosli. Norska kvikmyndin Hjem til jul er sannkölluð jólamynd og um leið eins konar smásagnasafn, en myndin gerist á aðfangadagskvöld og segir sögur margra mismunandi persóna sem standa flestar á einhvers konar krossgötum í lífi sínu. Þrátt fyrir að frásögnin sé oftast dramatísk er sjaldan stutt í svartan húmorinn og er það hrein unun að fylgjast með mislukkaða fráskilda pabbanum reyna að koma gjöfum til barnanna sinna í gervi jólasveins, eftir að hafa rotað stjúppabbann með skóflu úti í hlöðu. Sagan af umrenningnum sem reynir að komast heim til sín fyrir jól er ekki jafn spaugileg og minnir mann á það hversu hverfult lífið er. Tveir gamlir skólafélagar hittast. Hún lítur vel út og selur jólatré. Hann er dauðvona alkóhólisti og betlari. Gríðarsterk sena og laus við tilgerð. Leikstjórinn, Bent Hamer, gerir þetta vel. Myndin er jólaleg og upplífgandi þrátt fyrir að vera stútfull af drama og depurð. Það er helst bláendirinn sem ég set spurningamerki við. Er hann fallegur eða hallærislegur? Ég er ekki alveg viss. Það er varla að ég nenni að velta mér upp úr því. Hjem til jul er nefnilega búin að koma mér í svo mikið jólaskap. Niðurstaða: Krúttleg mynd sem gefur yl í kroppinn eftir langan dag á Laugaveginum.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Sjá meira