Larsson að hætti Hollywood Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. desember 2011 11:00 Salander og Blomkvist. Bíó. The Girl With the Dragon Tattoo. Leikstjóri: David Fincher. Leikarar: Daniel Craig, Rooney Mara, Christopher Plummer, Stellan Skarsgård, Steven Berkoff, Robin Wright, Yorick van Wageningen. Eftir mikla sigurför spennubóka sænska blaðamannsins Stieg Larsson og vinsælan kvikmyndaþríleik byggðan á bókunum vildu bandarískir bíóframleiðendur að sjálfsögðu fá bita af kökunni. Karlar sem hata konur eru nú orðnir að Stúlkunni með drekaflúrið. Það er gamla kempan David Fincher (Se7en, The Social Network) sem sér um ameríska uppfærslu verksins og að eigin sögn tekur hann bæði mið af bókinni og sænsku myndinni. Það vakti strax athygli mína að Fincher er óhræddur við að halda sögusviðinu óbreyttu. Einfalt og hentugt hefði verið að laga atburðarásina að amerískum aðstæðum. Mögulega hefði það tekist fullkomlega, en líklegra er að eitthvað óáþreifanlegt hefði glatast. Sagan er ofboðslega skandinavísk og staðsetningin er órjúfanlegur hluti af henni. Þetta leysir Fincher með því að láta myndina gerast í Svíþjóð, en um leið leyfir hann leikurum að tjá sig á ensku (með misgóðum sænskum hreim). Fyrir mig gengur þetta ágætlega upp, en það er spurning hvað Svíum þykir um þetta uppátæki. Sagan sjálf er hægfara en spennandi krimmi, ekki ósvipaður verkum Arnaldar Indriðasonar. Kuldinn og snjórinn spila stórt hlutverk sem og hversu afskekkt litla eyjan er sem sagan gerist á. Persónurnar Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eru ólíkar á yfirborðinu en innra með þeim báðum kraumar sterk réttlætiskennd, sem Mikael hefur að vísu ögn betri stjórn á en Lisbeth. Daniel Craig stendur sig ágætlega sem Blomkvist en það er hin unga Rooney Mara sem dregur að sér mesta athygli hér. Hún er frábær í hlutverki Salander og er í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Mann langar að faðma hana en hún myndi eflaust launa faðmlagið með pungsparki. Titlasenan í upphafi myndarinnar er óþarflega vegleg og passar illa við efni myndarinnar. Fincher er svolítið fastur í töffaraskap tíunda áratugarins og í þetta sinn hefði hann betur sleppt öllum látalátum. Lokasenur myndarinnar eru einnig undarlegar, en þegar um stundarfjórðungur er eftir af myndinni breytist hún úr drungalegum spennutrylli í broslega svikaflækju að hætti Elmore Leonard. The Girl with the Dragon Tattoo er engu að síður þrælspennandi og vel gerð að mestu. Ég hlakka til að sjá næstu tvær. Niðurstaða: Skandinavíski krimminn fer Fincher nokkuð vel. Hann stenst prófið með ágætum. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. The Girl With the Dragon Tattoo. Leikstjóri: David Fincher. Leikarar: Daniel Craig, Rooney Mara, Christopher Plummer, Stellan Skarsgård, Steven Berkoff, Robin Wright, Yorick van Wageningen. Eftir mikla sigurför spennubóka sænska blaðamannsins Stieg Larsson og vinsælan kvikmyndaþríleik byggðan á bókunum vildu bandarískir bíóframleiðendur að sjálfsögðu fá bita af kökunni. Karlar sem hata konur eru nú orðnir að Stúlkunni með drekaflúrið. Það er gamla kempan David Fincher (Se7en, The Social Network) sem sér um ameríska uppfærslu verksins og að eigin sögn tekur hann bæði mið af bókinni og sænsku myndinni. Það vakti strax athygli mína að Fincher er óhræddur við að halda sögusviðinu óbreyttu. Einfalt og hentugt hefði verið að laga atburðarásina að amerískum aðstæðum. Mögulega hefði það tekist fullkomlega, en líklegra er að eitthvað óáþreifanlegt hefði glatast. Sagan er ofboðslega skandinavísk og staðsetningin er órjúfanlegur hluti af henni. Þetta leysir Fincher með því að láta myndina gerast í Svíþjóð, en um leið leyfir hann leikurum að tjá sig á ensku (með misgóðum sænskum hreim). Fyrir mig gengur þetta ágætlega upp, en það er spurning hvað Svíum þykir um þetta uppátæki. Sagan sjálf er hægfara en spennandi krimmi, ekki ósvipaður verkum Arnaldar Indriðasonar. Kuldinn og snjórinn spila stórt hlutverk sem og hversu afskekkt litla eyjan er sem sagan gerist á. Persónurnar Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander eru ólíkar á yfirborðinu en innra með þeim báðum kraumar sterk réttlætiskennd, sem Mikael hefur að vísu ögn betri stjórn á en Lisbeth. Daniel Craig stendur sig ágætlega sem Blomkvist en það er hin unga Rooney Mara sem dregur að sér mesta athygli hér. Hún er frábær í hlutverki Salander og er í senn aðlaðandi og fráhrindandi. Mann langar að faðma hana en hún myndi eflaust launa faðmlagið með pungsparki. Titlasenan í upphafi myndarinnar er óþarflega vegleg og passar illa við efni myndarinnar. Fincher er svolítið fastur í töffaraskap tíunda áratugarins og í þetta sinn hefði hann betur sleppt öllum látalátum. Lokasenur myndarinnar eru einnig undarlegar, en þegar um stundarfjórðungur er eftir af myndinni breytist hún úr drungalegum spennutrylli í broslega svikaflækju að hætti Elmore Leonard. The Girl with the Dragon Tattoo er engu að síður þrælspennandi og vel gerð að mestu. Ég hlakka til að sjá næstu tvær. Niðurstaða: Skandinavíski krimminn fer Fincher nokkuð vel. Hann stenst prófið með ágætum.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira