Ameríka gegn Svíþjóð 22. desember 2011 06:15 Rooney Mara hefði varla getað fengið erfiðara hlutverk þegar David Fincher ákvað að velja hana sem Lisbeth Salander. Noomi Rapace hafði tekist að gera andfélagslega tölvuhakkarann að sínum og margir voru efins um að hinni bandarísku leikkonu tækist að feta í fótspor hennar. Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira
Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Sjá meira