Landsdómur og hrun tefur sýningarhaldið 27. desember 2011 04:00 Ein meginrökin fyrir því að Þjóðminjasafnið tekur yfir rekstur hússins er sú reynsla sem þar er innandyra við slíkan rekstur. fréttablaðið/gva Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þjóðmenningarhúsið mun í framtíðinni hýsa grunnsýningu sem lýsir íslenskum þjóðmenningararfi. Að sýningunni koma höfuðsöfnin tvö Listasafn Íslands og Þjóðminjasafn auk Stofnunar Árna Magnússonar. Þjóðminjasafn mun taka við rekstri hússins af mennta- og menningarmálaráðuneytinu þegar skipunartími Markúsar Arnar Antonssonar, forstöðumanns hússins, rennur út 1. júní 2013. Starfsemi Þjóðmenningarhússins hefur ekki verið nákvæmlega skilgreind til þessa. Þar hefur farið fram fjölbreytt sýningarhald á vegum ýmissa aðila og hefur það verið fundarstaður fyrir ráðherra, ráðuneyti og stofnanir. Síðla árs 2010 var ákveðið að flytja Þjóðmenningarhúsið úr vörslu forsætisráðuneytis undir menntamálaráðuneyti, og tengdist það hrókeringum innan stjórnarráðsins. Síðla sumars 2011 var síðan gengið frá stjórnarskiptum í húsinu. Í stað fráfarandi stjórnar var forstöðumönnum þriggja stofnana, Þjóðminjasafnsins, Stofnunar Árna Magnússonar og Listasafnsins, falið að leggja á ráðin um framtíðarskipan hússins og fékk sú hugmynd brautargengi að grunnsýning yrði skipulögð í öllu Þjóðmenningarhúsinu, sem lyti að sögu íslenskrar myndlistar í aldanna rás, frá miðöldum til samtímans. Listasafn Íslands reið á vaðið með sýningu, aðallega í efri hluta hússins í júní. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafnsins, segir að sú sýning – Þúsund ár/Millennium – sé fyrsti hluti áætlunar sem muni taka nokkur ár að ljúka. „Líklega mun verða breyting á sýningunni þegar Þjóðminjasafnið og Árnastofnun bæta við sínum hluta á neðri hæðum og mun þá verða sameiginleg sýning viðkomandi stofnana,“ segir Halldór. Að sögn Halldórs hefur ýmislegt tafið framgang áætlunarinnar, svo sem efnahagsástandið, sem hægir á framkvæmdum, og notkun hússins sem höfuðstöðvar landsdóms. Þá undirbýr Þjóðminjasafnið 150 ára afmæli sitt, en safnið var stofnað 1863, og Árnastofnun mun eignast eigið húsnæði á komandi árum og með því hverfur handritasýningin af grunnhæð hússins í þeirri mynd sem verið hefur undanfarin ár. „Vegna þessa verður óhjákvæmilega töf á grunnsýningunni og sýningin Þúsund ár ber áfram ein vitni sem fyrsti hluti þessarar áætlunar stofnananna þriggja. Hún mun þó breytast að hluta og verða þétt með fræðslu- og upplýsingarefni,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira