Gæti reynst Pútín erfiður mótherji 27. desember 2011 23:00 Alexei Navalní Hefur með eldmóði sínum og bloggskrifum náð að höfða til ungu kynslóðarinnar.Fréttablaðið/AP Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Fremsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi þessa dagana er Alexei Navalní, sem hefur lagt meira fram en aðrir til þess að leggja grunn að mótmælahreyfingunni sem nú velgir Vladimír Pútín forsætisráðherra undir uggum. Navalní virðist eiga auðvelt með að ná til fólks, eins og vel sást á fjölmennum mótmælafundi í Moskvu um helgina, þar sem tugir þúsunda manna hrópuðu fagnandi. Ekki er annað að sjá en að vegur hans eigi aðeins eftir að fara vaxandi. Navalní er lögfræðingur sem hefur barist gegn spillingu í Rússlandi. Hann er einnig vinsæll bloggari og virðist hafa náð til unga fólksins, sem fór ekki að taka þátt í mótmælum að ráði fyrr en eftir að hafa lesið hvatningarorð hans á netinu. Hann var handtekinn fyrr í mánuðinum eftir að hann fór í fararbroddi mótmælagöngu gegn þingkosningunum sem haldnar voru í byrjun desember. Meðan hann sat í fangelsi dró heldur úr eldmóði mótmælendahópsins, en hann var svo látinn laus skömmu fyrir jól og þá hljóp nýr kraftur í mótmælendur, sem mættu fílefldir á laugardaginn var. Rússneskir ráðamenn eru farnir að átta sig á því að Navalní geti reynst þeim skeinuhættur en hafa lítið getað að gert. Vladimír Pútín forsætisráðherra gerir samt lítið úr stjórnarandstæðingunum sem efnt hafa til þessara fjölmennu mótmæla. „Vandinn er sá að þeir hafa ekki neina sterka stefnu, né heldur skýrar og skiljanlegar leiðir til að ná fram markmiðum sínum, sem eru reyndar ekki skýr heldur," sagði hann á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær. „Þá vantar líka fólk sem er fært um að gera eitthvað áþreifanlegt." Pútín segist hins vegar vilja að forsetakosningarnar í mars verði gegnsæjar og áreiðanlegar. Hann hafi engan áhuga á því sem frambjóðandi að niðurstöðurnar verði ekki marktækar. Hann hvatti jafnframt stuðningsmenn sína til að tryggja að kosningarnar færu vel fram, þannig að framkvæmdin kallaði ekki á harða gagnrýni eins og þingkosningarnar. Hann neitar hins vegar að verða við kröfum um að atkvæðin úr þeim kosningum verði endurtalin vegna ásakana um kosningasvindl. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira