Vettel til í að keppa með Ferrari 16. febrúar 2011 14:37 Sebastian Vettel spjallar hér við Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari og Michael Schumacher, sem ók lengi með Ferrari. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz. Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull gat þess í frétt á Gazetta dello Sport á Ítalíu að það að nafn hans yrði ritað meðal Ferrari ökumanna yrði sérstakt., ef af yrði í framtíðinni. Vettel ekur með Red Bull og greint var frá þessum ummælum Vettels á autosport.com. "Við skulum orða þetta svona. Ég elska að keppa og þekki sögu kappkasturs og veit að Ferrari er goðsögn", sagði Vettel í viðtalinu í ítalska miðlinum. "Það að hafa nafn þitt ritað á meðal heimsmeistara er sérstakt, en að hafa það á lista Ferrari ökumanna yrði líka sérstakt." "Það er draumur minn að aka fyrir Maranello(Ferrari í með höfuðstöðvar í Maranelllo) einn daginn. En ég er hinsvegar ungur og það er tími. Eins og er þá er ég ánægður hjá Red Bull, án þeirra hefði ég aldrei komist í Formúlu 1." Dietrich Mateschitz, eigandi Red Bull hefur trú á því að Vettel verði áfram hjá liðinu, svo fremi sem hann fái samkeppnisfæran bíl. "Á meðan við látum hann fá samkeppnisfæran bíl sem hann getur nælt í sigra á, þá fer hann ekki til Ferrari eða eitthvert annað. Það er skyldi okkar að útbúa sigurbíl", sagði Mateschitz í viðtali við Autosport. "Vettel þarf að geta unnið hvert mót, nema sérstök tilvik komi til. Ef ég get ekki boðið honum þetta, því skyldi ég þá hindra feril hans með samningi. Ef hann getur ekki unnið mót með okkur, en annar aðili færir honum það tækifæri, þá getum við ekki stöðvað hann. Ef hann er á sigurbíl, þá verður hann um kyrrt", sagði Mateschitz.
Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira