Stjórnaði í gegnum Skype 5. febrúar 2011 12:00 Harold Burr, fyrrum söngvari Platters, kemur við sögu á nýrri plötu Thin Jim. Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi. Til að stjórna fjögurra manna strengjakvartett í upptökunum naut hljómsveitin aðstoðar Gísla Magnasonar í gegnum samskiptasíðuna Skype, en Gísli býr í Danmörku. „Ég samdi lagið en fékk mann til að útsetja strengi og það var allt skrifað á nótur. Svo er ég með kvartett í stúdíóinu og þá byrja menn að spyrja klassískra spurninga sem ég get ekki svarað. Þá dettur mér í hug að hringja til Danmerkur,“ segir Jökull. „Þau voru með hann [Gísla] beint fyrir framan sig þannig að þau gátu talað saman alveg án hindrana.“ Strengjaupptökurnar stóðu yfir í þrjár klukkustundir og gengu eins og í sögu. Fjögurra laga plata Thin Jim sem kom út í fyrra fékk töluverða útvarpsspilun í N-Ameríku. Sveitin er skipuð hópi tónlistarmanna, þar á meðal söngvurunum Margréti Eir og Kristófer Jenssyni. Gestasöngvari á nýju plötunni var Harold Burr, fyrrum liðsmaður Platters, sem er búsettur hérlendis. „Hann hætti að syngja en ég gróf hann upp og dreif í stúdíó. Hann sló gjörsamlega í gegn,“ segir Jökull. Platan er væntanleg í verslanir í mars, bæði hér heima og erlendis. Hinn nífaldi Grammy-verðlaunahafi Gary Paczosa sér um hljóðblöndun og Phil Magnotti, sem hefur starfað fyrir Whitney Houston, annast eftirvinnsluna. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Hljómsveitin Thin Jim notaði Skype við strengjaupptökur á sinni fyrstu plötu sem er væntanleg í mars. Ég er ekki viss um að þetta hafi verið gert áður, allavega ekki á Íslandi,“ segir Jökull Jörgensen úr kántrípoppsveitinni Thin Jim. Hún lauk upptökum á sinni fyrstu stóru plötu um síðustu helgi hjá Benzin-bræðrum í Sýrlandi. Til að stjórna fjögurra manna strengjakvartett í upptökunum naut hljómsveitin aðstoðar Gísla Magnasonar í gegnum samskiptasíðuna Skype, en Gísli býr í Danmörku. „Ég samdi lagið en fékk mann til að útsetja strengi og það var allt skrifað á nótur. Svo er ég með kvartett í stúdíóinu og þá byrja menn að spyrja klassískra spurninga sem ég get ekki svarað. Þá dettur mér í hug að hringja til Danmerkur,“ segir Jökull. „Þau voru með hann [Gísla] beint fyrir framan sig þannig að þau gátu talað saman alveg án hindrana.“ Strengjaupptökurnar stóðu yfir í þrjár klukkustundir og gengu eins og í sögu. Fjögurra laga plata Thin Jim sem kom út í fyrra fékk töluverða útvarpsspilun í N-Ameríku. Sveitin er skipuð hópi tónlistarmanna, þar á meðal söngvurunum Margréti Eir og Kristófer Jenssyni. Gestasöngvari á nýju plötunni var Harold Burr, fyrrum liðsmaður Platters, sem er búsettur hérlendis. „Hann hætti að syngja en ég gróf hann upp og dreif í stúdíó. Hann sló gjörsamlega í gegn,“ segir Jökull. Platan er væntanleg í verslanir í mars, bæði hér heima og erlendis. Hinn nífaldi Grammy-verðlaunahafi Gary Paczosa sér um hljóðblöndun og Phil Magnotti, sem hefur starfað fyrir Whitney Houston, annast eftirvinnsluna. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira