KR vann í dag Fjölni í 8-liða úrslitum Powerade-bikarkeppni karla, 82-74, og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum keppninnar.
KR hafði undirtökin í leiknum lengst af og var með tólf stiga forystu í hálflfeik, 45-33.
Fjölnismenn sóttu í sig veðrið í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í fimm stig þegar skammt var til leiksloka.
En nær komust þeir ekki og KR fagnaði að lokum átta stiga sigri sem fyrr segir.
Brynjar Þór Björnsson skoraði átján stig fyrir KR og Fannar Ólafsson kom næstur með fimmtán.
Hjá Fjölni var Brandon Springer stigahæstur með sautján stig, Sindri Kárason var með fimmtán og Ægir Þór Steinarsson fjórtán stig og ellefu fráköst.
Nánar verður fjallað um leikinn á Vísi síðar í dag.
KR komið í undanúrslit
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
