Nánast allur pappír hentar í origami. Formin geta verið mörg og misjafnlega flókin en þetta þríhyrningsform ættu flestir að ráða við, krakkarnir líka," segir Jón Víðis Jakobsson hjá Origami Íslandi.
Þríhyrningnum er hægt að raða saman í einföld lítil jólatré og kransa sem má hengja á tré eða líma á jólakort. „Fyrir þá sem treysta sér til er svo hægt að raða í flóknari form eins og standandi jólatré, sveina og stafi og sleppa hugmyndafluginu lausu."
Origami Ísland býður upp á ókeypis aðstoð í origami þriðja sunnudag hvers mánaðar í Aðalsafni Borgarbókasafnsins við Tryggvagötu, næst hinn 20. janúar. - rat
Föndur sem flestir ráða við



