Tiger missti einn sinn stærsta styrktaraðila Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. janúar 2011 18:15 Mynd/AP Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni. Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tímaritið Golf Digest hefur bundið enda á þrettán ára samstarf við kylfinginn Tiger Woods sem hefur þar með misst einn af sínum stærstu styrktaraðilum. Golf Digest var næststærti styrktaraðili Woods á eftir Nike sem hefur haldið mikilli tryggð við sinn mann þrátt fyrir hneykslismálin sem skóku heimsbyggðina fyrir rúmu ári síðan. Þá missti hann bæði samninga við fyrirtækin Accenture, AT&T og Gatorade og nú fyrir tveimur vikum bættist Gillette í hópinn. Ástæðan er sú að upp komst að Woods hafði ítrekað haldið framhjá eiginkonu sinni, Elin Nordegren. Hann reyndi að bjarga hjónabandinu með því að taka sér frí frá golfi í um fimm mánuði en það tókst ekki. Síðan hann byrjaði aftur að spila hefur hann verið langt frá sínu besta og missti í lok október efsta sæti heimslistans til Lee Westwood. Woods hafði lengi birt greinar í Golf Digest sem voru aðallega ætlaðar sem kennsluefni í golfi. Samningur hans við tímaritið rann út um síðustu áramót og komust aðilar ekki að samkomulagi um nýjan samning. Nordegren er sögð hafa fengið væna upphæð í skilnaðinum við Tiger en kappinn er þó enn moldríkur og ætti ekki að þurfa hafa miklar fjárhagslegar áhyggjur af framtíðinni.
Golf Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira