Hjálpræðisherinn bjargar jólafötunum 1. nóvember 2011 00:01 Hvíta slaufan, lindinn og svarta pífuskyrtan eru úr Gyllta kettinum og hvítu gallabuxurnar frá Spúútnik. „Þetta átti að vera svona millistig í jólaklæðnaðinum, milli hversdags og kokteils,“ útskýrir Bjartmar og nefnir að áferðin á fötunum sýni þó að þau eigi sér sögu og séu aðeins gömul og notuð, en það sé bara flott. Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.Þegar færi gefst reyni ég nú alltaf að gera góð kaup. Yfirleitt hef ég reynt að finna eitthvað sniðugt erlendis en þar sem ég mun aldrei komast aftur til útlanda, svo lengi sem ég lifi ef marka má ástandið í dag, þá er eins gott að nota hugmyndaflugið og sjá hvað er til í notaða dótinu," segir Bjartmar Þórðarson kaldhæðinn og hlær.Jakkinn er úr Spúútnik en skyrtan og bindið úr Gyllta kettinum. „Þetta eru svona retro kreppujólaföt, háskólamiðbæjarlúkkið.“Bjartmar segist í gegnum tíðina oft hafa leitað fanga hjá Hjálpræðishernum eða í Kolaportinu. „Það er kannski ekki eins mikið af fatnaði í Kolaportinu og var á árum áður en ég hef líka kíkt í Spúútnik og var mjög hrifinn af Elvis, meðan að sú búð var og hét. Annars má alltaf hlaupa inn í Kolaportið, halda fyrir nefið, og athuga hvað er til," útskýrir Bjartmar og nefnir að miklu skipti að hafa opinn huga þegar haldið er í fataleit.„Margir eru hræddir við að blanda saman og finnst öruggara að versla alltaf á sama staðnum. Fólk leyfir sér oft ekki að hugsa út fyrir kassann og vera fordómalaust í leitinni. Ég er hins vegar óhræddur við að versla hvar sem er. Ég myndi kaupa hlut í Rúmfatalagernum ef hann væri flottur og hvað fatnað varðar þá geta sum föt virkað vel í samhengi við annan fatnað þótt þau sé ekkert sérstök ein og sér."Hér klæðist Bjartmar hvítum gallabuxum frá Spúútnik og jakka frá Kormáki og Skildi. Hvítu leðurskórnir með punktamynstrinu eru líka þaðan. Skyrtan og bindið er í einkaeigu en Bjartmar leikur sér stundum að því að brjóta bindið inn á við með bindisnælu til að breyta um svip. Hér er hátíðardressið komið.Bjartmari þykir það skemmtilegasta við notuð föt vera að ólíklegt er að þú sjáir marga í sama klæðnaðinum. „Ég mæli sérstaklega með Hjálpræðishernum þegar karlar vilja finna sér flott jakkaföt. Þau læðast alltaf þar inn öðru hvoru," segir Bjartmar sem hefur keypt sér þó nokkur jakkaföt þar í gegnum tíðina og nefnir að lokum: „Lykilatriði er að skilja pressuna eftir heima þegar farið er að versla og ekki kaupa neitt nema þú ætlir að nota það!" Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól
Bjartmar Þórðarson segir að í Hjálpræðishernum og Kolaportinu leynist oft glæsileg jakkaföt. Efnahagsástandið hvetji til þess að hugmyndafluginu sé beitt í fatavali og samsetningu en snjallt sé að poppa upp eldri klæðnað með nýjum fylgihlutum.Þegar færi gefst reyni ég nú alltaf að gera góð kaup. Yfirleitt hef ég reynt að finna eitthvað sniðugt erlendis en þar sem ég mun aldrei komast aftur til útlanda, svo lengi sem ég lifi ef marka má ástandið í dag, þá er eins gott að nota hugmyndaflugið og sjá hvað er til í notaða dótinu," segir Bjartmar Þórðarson kaldhæðinn og hlær.Jakkinn er úr Spúútnik en skyrtan og bindið úr Gyllta kettinum. „Þetta eru svona retro kreppujólaföt, háskólamiðbæjarlúkkið.“Bjartmar segist í gegnum tíðina oft hafa leitað fanga hjá Hjálpræðishernum eða í Kolaportinu. „Það er kannski ekki eins mikið af fatnaði í Kolaportinu og var á árum áður en ég hef líka kíkt í Spúútnik og var mjög hrifinn af Elvis, meðan að sú búð var og hét. Annars má alltaf hlaupa inn í Kolaportið, halda fyrir nefið, og athuga hvað er til," útskýrir Bjartmar og nefnir að miklu skipti að hafa opinn huga þegar haldið er í fataleit.„Margir eru hræddir við að blanda saman og finnst öruggara að versla alltaf á sama staðnum. Fólk leyfir sér oft ekki að hugsa út fyrir kassann og vera fordómalaust í leitinni. Ég er hins vegar óhræddur við að versla hvar sem er. Ég myndi kaupa hlut í Rúmfatalagernum ef hann væri flottur og hvað fatnað varðar þá geta sum föt virkað vel í samhengi við annan fatnað þótt þau sé ekkert sérstök ein og sér."Hér klæðist Bjartmar hvítum gallabuxum frá Spúútnik og jakka frá Kormáki og Skildi. Hvítu leðurskórnir með punktamynstrinu eru líka þaðan. Skyrtan og bindið er í einkaeigu en Bjartmar leikur sér stundum að því að brjóta bindið inn á við með bindisnælu til að breyta um svip. Hér er hátíðardressið komið.Bjartmari þykir það skemmtilegasta við notuð föt vera að ólíklegt er að þú sjáir marga í sama klæðnaðinum. „Ég mæli sérstaklega með Hjálpræðishernum þegar karlar vilja finna sér flott jakkaföt. Þau læðast alltaf þar inn öðru hvoru," segir Bjartmar sem hefur keypt sér þó nokkur jakkaföt þar í gegnum tíðina og nefnir að lokum: „Lykilatriði er að skilja pressuna eftir heima þegar farið er að versla og ekki kaupa neitt nema þú ætlir að nota það!"
Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól