Innrásin frá Mars Ásgeir H. Ingólfsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun