Lay Low gerir plötu við ljóð íslenskra kvenskálda 25. janúar 2011 21:00 „Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu. Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
„Ég er mjög spennt því mig hefur lengi langað til að gera íslenska plötu, en ég er ekki nógu góð í að semja íslenska texta," segir tónlistarkonan Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, best þekkt sem Lay Low. Lovísa vinnur nú að þriðju breiðskífunni sinni, en sú síðasta kom út árið 2008. Ljóð íslenskra kvenskálda á borð við Vilborgu Dagbjartsdóttur, Margréti Jónsdóttur og Huldu verða í hlutverki á plötunni, en Lovísa vinnur að því að semja við þau lög. „Ég er að lesa nánast allar ljóðabækur eftir íslenskar konur sem ég kemst yfir," segir hún. „Ef það eru einhver ljóð sem snerta mig eða eru áhugaverð tek ég þau frá og safna í bunka. Svo þegar ég er í stuði reyni ég að semja lög við ljóðin. Ég er komin með slatta af lögum og ætla að semja ennþá meiri slatta og velja þau góðu á plötu." Lovísa hyggst gefa plötuna út á árinu og upptökur hefjast í maí. Eins og síðasta plata hennar verður þessi tekin upp á segulband, en upptökustjórinn Magnús Árni Øder vinnur að því að koma sér upp aðstöðu til að taka upp á segulband í hljóðverinu Orgelsmiðjunni. Ljóðabækurnar hefur Lovísa fundið á bókasöfnum og í fornbókabúðum. Hún segist hafa fundið margar bækur eftir konur sem hún hafði ekki hugmynd að væru til. „Ég er búin að lesa ansi mörg ljóð og á helling eftir. Þetta er líka rosalega gaman því ég er komin með hliðaráhugamál í kringum þetta: að safna bókunum," segir Lovísa og bætir við að heimsóknirnar til Braga bókasala á Klapparstíg hafi verið sérstaklega skemmtilegar. „Hann er alltaf að spyrja mig af hverju ég sé alltaf að kaupa allar ljóðabækurnar hans," segir Lovísa og hlær. Sum ljóðanna sem Lovísa hefur valið eru meira en 100 ára gömul og hún segir áhugavert að blanda þeim saman við popptónlist nútímans. Hún er byrjuð að hafa samband við rétthafa ljóðanna sem hún er búin að semja lög við og segir þá hingað til hafa tekið sér mjög vel. „Það gæti vel verið að einhver segði nei, en ég hef ekki lent í því enn þá," segir Lovísa að lokum í léttum dúr. atlifannar@frettabladid.is Hér fyrir ofan má sjá myndband við lagið By and By af plötunni Farewell Good Night's Sleep, sem Lay Low gaf út 2008. Snorri bros. leikstýrðu myndbandinu.
Tónlist Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp