Ragna Ingólfsdóttir er úr leik á alþjóðlegu badmintonmóti sem nú stendur yfir í Svíþjóð eftir að hafa tapað fyrir keppanda frá Nýja-Sjálandi.
Ragna komst í 2. umferð mótsins eftir að hafa unnið Karin Schnaase frá Þýskalandi í fyrstu umferðinni en Schnaase var talin sjötti sterkasti leikmaður mótsins fyrirfram.
Í dag mátti Ragna þola tap fyrir Michelle Kit Ying Chan í þremur lotum, 21-19, 18-21 og 15-51.