Adrian Sutil, Paul di Resta og Nico Hülkenberg ráðnir ökumenn hjá Force India 26. janúar 2011 16:00 Paul di Resta, Adrian Sutil og Nico Hulkenberg. Mynd: Force India Force India liðið tilkynnti í dag að Þjjóðverjinn Adrian Sutil varður áfram hjá liðinu, fimmta árið í röð og Skotinn Paul di Resta hefur verið ráðinn við hlið hans sem ökumaður og Þjóðverjinn Nico Hülkenberg verður varaökumaður liðsins. Hülkenberg var hjá Williams í fyrra og náði m.a. ráspól í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum, en var ekki ráðinn áfram og Pastor Maldonado frá Venúsúela var ráðinn í hans stað og verður liðsfélagi Rubens Barrichello frá Brasilíu hjá Williams í ár. Paul di Resta var varaökumaður Force India liðsins í fyrra, en hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra, en hann er 24 ára gamall. "Það hefur verið metnaður minn að verða F1 ökumaður og nokkuð sem mig hefur langað frá því ég nyrjaði í kartkappakstri og það er magnað að ná þessu marki. Ég lagt hart að mér á ferlinum og að ná því með Force India, ungu liði, er spennandi. Ég get ekki beðið eftir því að komast á ráslínuna í Barein," sagði di Resta um ráðninu sína í tilkynningu frá Force India. Liðið gerði og langtímasamning við Hülkenberg, en hann mun byrja sem þróunar og varaökumaður. "Ég er ánægður að vera í F1 árið 2011. Ég kann að meta að liðið gerði við mig langtímasamning og ég mun gera mitt ti að uppfylla væntingarnar," sagði Hulkneberg. Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Force India liðið tilkynnti í dag að Þjjóðverjinn Adrian Sutil varður áfram hjá liðinu, fimmta árið í röð og Skotinn Paul di Resta hefur verið ráðinn við hlið hans sem ökumaður og Þjóðverjinn Nico Hülkenberg verður varaökumaður liðsins. Hülkenberg var hjá Williams í fyrra og náði m.a. ráspól í Formúlu 1 í fyrsta skipti á ferlinum, en var ekki ráðinn áfram og Pastor Maldonado frá Venúsúela var ráðinn í hans stað og verður liðsfélagi Rubens Barrichello frá Brasilíu hjá Williams í ár. Paul di Resta var varaökumaður Force India liðsins í fyrra, en hann varð meistari í DTM mótaröðinni í fyrra, en hann er 24 ára gamall. "Það hefur verið metnaður minn að verða F1 ökumaður og nokkuð sem mig hefur langað frá því ég nyrjaði í kartkappakstri og það er magnað að ná þessu marki. Ég lagt hart að mér á ferlinum og að ná því með Force India, ungu liði, er spennandi. Ég get ekki beðið eftir því að komast á ráslínuna í Barein," sagði di Resta um ráðninu sína í tilkynningu frá Force India. Liðið gerði og langtímasamning við Hülkenberg, en hann mun byrja sem þróunar og varaökumaður. "Ég er ánægður að vera í F1 árið 2011. Ég kann að meta að liðið gerði við mig langtímasamning og ég mun gera mitt ti að uppfylla væntingarnar," sagði Hulkneberg.
Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira