Coca Cola á Spáni eignast Vífilfell Þorbjörn Þórðarson. skrifar 15. janúar 2011 18:45 Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira
Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólga 4,2 prósent og ekki lægri í þrjú ar Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Sjá meira