Coca Cola á Spáni eignast Vífilfell Þorbjörn Þórðarson. skrifar 15. janúar 2011 18:45 Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Coca Cola á Spáni hefur gengið frá kaupum á Vífilfelli, framleiðanda Coca Cola á Íslandi. Kaupverðið gengur að mestu leyti upp í skuldir félaga Þorsteins M. Jónssonar við Arion banka en þær eru samtals tíu milljarðar króna. Bankinn fær kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum í hans eigu greiddar að fullu. Vífilfell hf. og tvö félög í eigu Þorsteins M. Jónssonar, stjórnarformanns félagsins, Sólstafir og Stuðlaháls ehf. skulda Arion banka um tíu milljarða króna. Í lánayfirliti Kaupþings banka frá 25. september 2008 eru skuldirnar gefnar upp í evrum og sagðar 72,9 milljónir evra, sem er jafnvirði rúmlega ellefu milljarða króna. Hins vegar var skuldunum breytt í íslenskar krónur í febrúar 2008, samkvæmt heimildum fréttastofu, og stendur upphæðin núna í um tíu milljörðum króna.Hluti af allsherjaruppgjöri Þorsteins Að undanförnu hefur fyrirtækið verið í söluferli en Þorsteinn M. Jónsson hefur leitað að heppilegum kaupanda. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 hefur nú verið gengið frá sölu á fyrirtækinu og hverfur Þorsteinn úr hluthafahópi þess, en salan á Vífilfelli er hluti af allsherjaruppgjöri á skuldum Þorsteins og félögum í hans í eigu. Upphaflega var stefnt að því að tilkynna starfsmönnum Vífilfells um söluna á mánudag, en síðan var tekin ákvörðun um að fresta því og verður það gert um miðja næstu viku. Kaupandinn er Coca Cola á Spáni, þ.e það félag sem hefur átöppunarleyfi fyrir vörur Coca Cola þar í landi. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 býst Arion banki við því að fá að fullu greitt upp í kröfur sínar á hendur Þorsteini og félögum hans, en leiða má að því líkum að bankinn fái þá a.m.k tíu milljarða króna út úr viðskiptunum. Kaupverðið á Vífilfelli hefur hins vegar ekki fengist staðfest.Hlutur í Refresco undanskilinn kaupunum Vífilfell á 5 prósenta eignarhlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco sem metinn er á 21 milljón evra, jafnvirði rúmlega þriggja milljarða króna. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er eignarhluturinn í Refresco undanskilinn sölunni á Vífilfelli. Arion banki er hins vegar með veð í hlutnum, eins og í öðrum eignum Vífilfells. Rekstur Vífilfells er góður og var EBITDA-hagnaður félagsins, þ.e hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, rúmlega einn milljarður króna, á síðsta ári, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2. Arion banki segir í svari við fyrirspurn að unnið hafi verið að lausn á málum sem varði Þorstein og félög hans um nokkuð skeið vegna skulda þeirra við bankann og að niðurstöður eigi að liggja fyrir á næstu dögum, en fulltrúar bankans vildu ekki tjá sig efnislega að öðru leyti. Þorsteinn M. Jónsson vildi ekki tjá sig um efni fréttarinnar og varð ekki við ósk um viðtal. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira