Mótshaldarar í Barein ætla að tryggja öryggi á mótsstað þrátt fyrir hótun 16. febrúar 2011 13:46 Jenson Button á Barein brautinni í fyrra. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com. Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com.
Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira