Smákóngar Sigurður Pálsson skrifar 14. febrúar 2011 06:00 Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvernig á að skýra ýmislegt kynjamisrétti, til dæmis augljóst óréttlæti eins og launamun eða fákvenni í stjórnum fyrirtækja? Það verður ekki bara útskýrt með vondum og óréttlátum einstaklingum. Skýringin liggur í eitraðri blöndu hefða, kerfis, valdabrölts, hagsmunaárekstra, sem skapar hugarfar sem leiðir til þessa ástands og ástandið skapar svo hugarfarið… Mér finnst reyndar yfirleitt miklu trúverðugra þegar konur fjalla um jafnréttisbaráttu, altso frá sjónarhóli kvenna. Reynsluheimi eins og sagt er. En eigum við alltaf að þegja, karlpeningurinn? Ég held ekki. Ég tek til máls af því að kvennabarátta kemur öllum við, hún er reyndar öllum til góðs þegar upp er staðið. Til dæmis listamönnum og öllum sem starfa í skapandi greinum, undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Hér á landi hefur það fólk í gegnum tíðina alltaf fundið fyrir svipuðu niðurlægjandi viðhorfi og konur. Listamenn og fólk í skapandi greinum hefur alltaf orðið fyrir barðinu á hinni stórkarlalegu orðræðu; orðræðu hins eilífa hreppstjóra og annarra smákónga, sjómannsins gegn landkrabbanum, stjóra gegn undirsáta, karls gegn konu, þessi árásarhneigða orðræða beinist gegn skapandi greinum, gegn listum, gegn menningu og menntun, gegn mennsku samfélagsins. Kjarninn í þessari þjösnalegu orðræðu birtist til dæmis í heimskulegustu yrðingu allra tíma á íslensku: „Bókvitið verður ekki í askana látið". Hugarfarið sem að baki býr er í gagnvirku sambandi við orðræðuna, orðræðan býr til hugarfar, sem býr til orðræðu og þannig áfram ad infinitum, til eilífðarnóns. Eða hvað? Nei, sem betur fer ekki. Uppreisnir eru gerðar gegn þessum viðbjóði, ein mikilvægasta uppreisnin á gervallri síðustu öld var kvennabaráttan. Tregðan til að hafa konur með er stórhættuleg. Það kemur í veg fyrir framþróun. Beinlínis. Þeim mun meiri völd og peningar sem eru í húfi, þeim mun meiri fælni að hafa konur með. Yfirlætisfullir drengir vilja vera áfram í friði í mógúlaleik með völd og fjármagn. Lítum til dæmis á fjármálaheiminn. Hvað hrundi? Það var númer eitt þetta geðbilaða jafnvægisleysi sem olli hruninu, það sem gerði útslagið var fákvennið, skorturinn á kvenlegri nálgun sem er forsenda jafnvægis. Og jafnvægi kynjanna er forsenda jafnréttis kynjanna. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar