Fínasta afþreying Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 14. janúar 2011 06:00 Gæludýr með Ensími. Tónlist Gæludýr EnsímiÞegar sveitir láta langan tíma líða á milli platna myndast oft ósanngjörn eftirvænting hjá aðdáendum þeirra um að sveitin hljóti að vera með eitthvert meistarastykki í smíðum. Hvort aðdáendur Ensímis hafi gert sér í hugarlund að Gæludýr, fyrsta plata Ensími í átta ár, myndi leggja Ísland og heiminn að fótum sér skal ósagt látið. Hún er hins vegar ágætis afþreying, svo mikið er víst.Ensími er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta starfandi hljómsveitin á markaðinum um þessar mundir, hljómagangurinn í lögunum þeirra er áheyrilegur og einfaldur, hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar og sveitin er þétt enda með einn besta trommuleikara landsins innanborðs. Gæludýr byrjar ágætlega með laginu Aldanna ró. Bestu sprettina á sveitin hins vegar í lögunum Fylkingar, Heilræði og Pillubox. Þar er að finna ákaflega þéttar og góðar lagasmíðar sem láta vel við fyrstu hlustun og lifa ágætis lífi í heilabúinu.Gæludýr er fín plata, það vantar ekki. Hennar helsta vandamál er að hún er helst til of flöt, það eru engir hápunktar þótt það séu heldir engir lágpunktar, hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.Niðurstaða: Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Gæludýr EnsímiÞegar sveitir láta langan tíma líða á milli platna myndast oft ósanngjörn eftirvænting hjá aðdáendum þeirra um að sveitin hljóti að vera með eitthvert meistarastykki í smíðum. Hvort aðdáendur Ensímis hafi gert sér í hugarlund að Gæludýr, fyrsta plata Ensími í átta ár, myndi leggja Ísland og heiminn að fótum sér skal ósagt látið. Hún er hins vegar ágætis afþreying, svo mikið er víst.Ensími er án nokkurs vafa ein skemmtilegasta starfandi hljómsveitin á markaðinum um þessar mundir, hljómagangurinn í lögunum þeirra er áheyrilegur og einfaldur, hljóðfæraleikurinn til fyrirmyndar og sveitin er þétt enda með einn besta trommuleikara landsins innanborðs. Gæludýr byrjar ágætlega með laginu Aldanna ró. Bestu sprettina á sveitin hins vegar í lögunum Fylkingar, Heilræði og Pillubox. Þar er að finna ákaflega þéttar og góðar lagasmíðar sem láta vel við fyrstu hlustun og lifa ágætis lífi í heilabúinu.Gæludýr er fín plata, það vantar ekki. Hennar helsta vandamál er að hún er helst til of flöt, það eru engir hápunktar þótt það séu heldir engir lágpunktar, hún líður einfaldlega áfram í eyrunum án þess að ögra hlustandanum.Niðurstaða: Gæludýr er alveg ágætis plata, hvorki meira né minna.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira