Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73 Stefán Árni Pálsson í Ásgarði skrifar 8. janúar 2012 16:54 Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar. Leikurinn hófst ágætlega og liðin voru greinilega bæði vel stemmd. Gestirnir í Snæfell voru einu skrefi á undan heimamönnum til að byrja með en þegar leið á fyrsta fjórðunginn komu Stjörnumenn til baka. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 23-17 fyrir heimamenn. Justin Shouse stjórnaði leik Stjörnumanna eins og herforingi og var að leika sérstaklega vel. Stjarnan hafði ekki enn komist á blað þegar fimm og hálf mínúta voru liðnar af öðrum leikhluta en þá skoraði Marvin Valdimarsson fyrstu körfu Stjörnunnar í fjórðungnum og staðan 25-26 fyrir Snæfell. Staðan í hálfleik var 33-30 fyrir gestina og eins og stigaskorið gefur til kynna var ekki verið að leika fallegan bolta. Stjarnan gerði aðeins sjö stig í öðrum leikhluta sem er hreint ótrúlegt. Snæfellingar fóru almennilega í gang um miðjan þriðja leikhluta þegar þeir voru komnir í 47-39. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var að leika vel fyrir gestina og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Staðan var 54-44 fyrir lokafjórðunginn en það var mesti munurinn á liðunum fram að því. Snæfellingar héldu áfram uppteknu hætti í fjórða leikhlutanum og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 61-49 fyrir gestina. Þessi munur var hreinlega of mikill fyrir Stjörnumenn og Snæfellingar náðu að innbyrða sigur 73-68. Hólmarar eru því komnir áfram í 8-liða úrslit keppninnar.Ingi Þór: Vorum alltaf skrefinu á undan„Gæði körfuboltans voru ekki mikil í dag og í raun mikill haustbragur á liðunum," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Mér fannst við skrefinu á undan alveg frá byrjun þó svo að Stjarnan hafi komist aðeins yfir í fyrsta leikhlutanum." „Það sem einkenndi leikinn í dag var mikil barátta beggja liða og það sást oft á mönnum í kvöld. Jón Ólafur Jónsson var nánast ekkert með í leiknum vegna villuvandræði en við náðum að leysa það vel". „Ég var ánægður með hvað menn stigu upp í síðari hálfleiknum. Ólafur Torfason var líklega að leika sinn besta leik fyrir okkur og Pálmi Sigurgeirsson var frábær í lokin". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.Teitur: Þetta var bara einn af þessum dögum sem ekkert gekk upp„Þetta var líklega slakasti leikur okkar í vetur," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tapið í dag. „Þegar lið tekur 70 tveggja stiga skot og hittir aðeins úr 30% þeirra þá er enginn leið að vinna leikinn". „Menn voru bara ekki með á nótunum í dag, hvort sem það voru einföld sniðskot eða utan af velli. Þetta var farið að fara mikið í skapið á mönnum sem bitnaði á skotavali leikmanna". „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkur og mjög svekkjandi að þessi dagur hafi komið í bikarnum". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Teit með því að ýta hér.Pálmi: Þetta var ljótur sigur en það spyr enginn af því„Þetta var bara ljótur leikur en við unnum hann og það er það sem skiptir máli," sagði Pálmi Sigurgeirsson, leikmaður Snæfells, eftir sigurinn í dag. „Við spiluðum góða vörn alveg frá byrjun en sóknarleikur beggja liða vera mjög slakur. Í byrjun leiks komumst við bara upp með að spila lélegan sóknarleik því við bætum það upp með góðum varnarleik". „Í síðari hálfleik spýttum við bara í lófana og þá átti Stjarnan ekki möguleika. Okkur finnst við vera með betra lið en Stjarnan . Staðan í deildinni segir ekki alla söguna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Pálma með því að ýta hér.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum