Þýski framherjinn Mario Gomez hjá Bayern Munchen átti ótrúlegt ár þar sem hann skoraði 50 mörk fyrir Bayern og þýska landsliðið. Hann er með eitt mark að meðaltali í leik í Meistaradeildinni og næstum með sama meðaltal í deildinni þar sem hann hefur skorað 16 mörk í 17 leikjum.
Hjátrúin skipar nokkuð stóran sess í undirbúningi Gomez fyrir leiki.
"Ég fer alltaf í vinstri skóinn fyrst og nota alltaf salernið lengst til vinstri. Þetta eru hlutir sem ég er farinn að gera náttúrulega en pæli ekkert sérstaklega í," sagði Gomez.
