Forstjóri Haga: Enginn á þingi ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 20:00 Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis. Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis.
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira