Segir það hafa rúmast innan stefnu Haga að kaupa í 365 Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 19:30 Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Klinkið Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að Hagar hafi fjárfest í óskyldum rekstri hér á árum áður og það hafi verið ákvörðun fyrrverandi stjórnar félagsins að kaupa hlut í 365 miðlum skömmu eftir bankahrun fyrir 810 milljónir króna. Hann segir Haga hafa tapað 300 milljónum króna á þessari fjárfestingu, en svarar því ekki hvort hann hafi verið hlynntur henni. Hagar keyptu hlut í 365 miðlum ehf. fyrir 810 milljónir króna skömmu eftir bankahrun og fjármögnuðu það með handbæru fé frá rekstri. Helmingur fjárfestingarinnar var seldur Jón Ásgeiri Jóhannessyni, þáverandi aðaleiganda Haga, innan sama fjárhagsárs á sama gengi, eða fyrir 405 milljónir króna. Hinn helmingurinn, sem upphaflega kostaði 405 milljónir króna, var seldur fyrir andvirði undir 100 milljónir króna til 365 miðla, aðila fjárhagslega tengdum Jóni Ásgeiri. Þessar upplýsingar komu fram í skráningarlýsingu Haga sem lögð var fram þegar félagið var skráð í Kauphöllina í desember sl. Finnur Árnason segir að fyrrverandi eigendur Haga og stjórn félagsins hafi tekið ákvörðun um þessi kaup. Varstu hlynntur þessu? „Það eina sem ég vil segja um þetta er að ég held að það fari enginn út í fjárfestingu nema til að hagnast á henni og það átti við um þessa fjárfestingu eins og aðra. Ég held líka í þessari umræðu sem kemur upp að það sé eðlilegt að fara yfir það, að allir fjölmiðlar á Íslandi, fyrir utan Ríkisútvarpið, séu að einhverju leyti í eigu aðila í ótengdri starfsemi. Ég trúi ekki öðru en að allir hafi fjárfest til þess að hagnast." Hagar er stór viðskiptavinur 365 miðla og kaupir auglýsingar í bæði sjónvarpi og dagblöðum. Nú er Samherji stór viðskiptavinur Olís og þeir eru í viðræðum um að kaupa Olís. Eru þetta kannski svipuð rök? „Fjárfesting er bara fjárfesting. Við keyptum í fjármálastofnunum og öðru sem við litum á sem hverja aðra fjárfestingu. Við vorum ekki að kaupa í fjármálastofnunum til að fá betri vexti eða þess háttar . Ný stjórn Haga hefur hins vegar markað þá stefnu að eingöngu verði fjárfest í kjarnastarfsemi hér eftir þannig að við höfum breytt um stefnu frá því fyrir hrun. Og það er farið út í fjárfestingar með það að markmiði að hagnast á þeim." Sjá má hluta úr viðtalinu við Finn þar sem hann ræðir kaupin á 365 hér fyrir ofan. Viðtalið í nýjasta þættinum af Klinkinu í heild sinni má finna hér. Þess ber að geta að Ingibjörg Pálmadóttir, eiginkona Jóns Ásgeirs, er stærsti hluthafinn í 365 miðlum sem reka m.a fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.
Klinkið Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira