Tíu konur íhuga málsókn út af PIP-brjóstum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. janúar 2012 12:02 Tíu íslenskar konur með PIP-sílikonpúða undirbúa nú málsókn gegn lýtalækni sínum. Púðar sumra þeirra eru farnir að leka og þær hafa fundið fyrir óþægindum og útbrotum. Þær vilja að púðarnir verði fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. Konurnar eru allar með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Hættara er við að þeir púðar leki en púðar frá öðrum framleiðendum. Um fjögur hundruð íslenskar konur er með sílikonpúða frá PIP. Tíu konur hafa fengið Sögu Ýrr Jónsdóttur, héraðsdómslögmann hjá Vox lögmannsstofu, til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni þeirra, Jens Kjartanssyni, en þær vilja að hann fjarlægi púðana þeim að kostnaðarlausu. „Ég fékk fyrsta símtalið bara rétt fyrir jól og það var kona sem hringdi í mig og sagði mér frá því að hún væri með áhyggjur af því hún væri með þessa púða. Hún hafði verið með einhver einkenni og var nýbúin að heyra í umræddum lækni og var með áhyggjur af því að samkvæmt skilningi hennar, þá þurfti hún að kosta aðra aðgerð, ef hún vildi losna við þessa púða. Upp frá því hringdu einhverjir sem tengdust henni og boltinn fór að rúlla og síðan þá eru tíu konur sem eru búnar að hafa samband við mig og vilja að ég fari með málið fyrir þær. Þær eiga það í rauninni bara allar sameiginlegt að þær hafa fylgst með umfjölluninni um þessa PIP púða. Einhverjar af þeim hafa verið með einhver óþægindi, hafa verið með verki í brjóstum, útbrot og annað," Segir lögfræðingurinn Saga Ýrr. Saga hitti Jens á fundi í gær og segir hún hann allan af vilja gerðan til að reyna að ná sátt í málinu. „Sá fundur var mjög góður og hann er að reyna að vinna í því að allavega þær sem eru með púða sem eru byrjaðir að leka að púðarnir verði fjarlægðir hjá þeim, þeim að kostnaðarlausu. Eftir situr þá sá hluti sem að er með púða sem að ekki eru byrjaðir að leka. Þær náttúrulega vilja ekki hafa iðnaðarsílikon í brjóstunum. Nú er ég bara búin að vera síðastliðna daga að lesa mér til um þessa púða og skoða þá hvort að málið myndi beinast gegn umræddum lækni eða íslenska ríkinu, náist samningar ekki," segir Saga að lokum. PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Landlæknir segir PIP-sílikonpúðana ekki hættulegri en aðra Engin ástæða er fyrir konur með sílíkonpúða frá franska fyrirtækinu PIP til að láta fjarlægja púðana. Landlæknir segir þá ekki hættulegri en aðra sílíkonpúða. 30. desember 2011 19:45 Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. 5. janúar 2012 18:30 Athugasemdir gerðar fyrir meira en áratug Meira en áratugur er síðan að gerðar voru athugasemdir við starfsemi franska fyrirtækisins PIP sem talið er hafa framleitt gallaða silikonpúða í brjóst. Fréttir af göllunum hafa valdið skelfingu á meðal kvenna um allan heim að undanförnu. 28. desember 2011 08:00 Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. 4. janúar 2012 21:22 Konur með sílikon hvattar til þess að hafa samband við skurðlækni Lyfjastofnun ráðleggur íslenskum konum, sem fengið hafa sílikonfyllta brjóstapúða, að hafa samráð við sinn skurðlækni, hafi þær áhyggjur eða finna fyrir eymslum í brjóstum. 22. desember 2011 13:47 Bretar vilja skrásetja brjóstastækkunaraðgerðir Heilbrigðisráðherra Bretlands er hlynntur því að tekin verði upp heildarskráning sílikonaðgerða á brjóstum. Skortur á skráningu torveldar samantekt á fjölda þeirra sílikonpúða sem hafa rifnað. 4. janúar 2012 12:05 Franskar konur beðnar um að láta fjarlægja brjóstaígræðslur Nefnd á vegum frönsku ríkisstjórnarinnar ráðleggur nú rúmlega 30.000 konum að láta fjarlægja sílikon ígræðslur úr brjóstum sínum. 20. desember 2011 13:32 Talið að fjögur hundruð konur séu með sílikonið frá PIP Talið er að um fjögur hundruð íslenskar konur séu með sílikonpúða frá franska framleiðendum PIP sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni. Stofnandi fyrirtækisins er eftirlýstur af Interpol. 26. desember 2011 18:30 Konur með PIP brjóst fá bréf Allar konu sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar eftir árið 2000 munu á næstunni fá bréf með nánari upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig skal bregðast við vegna fyllingarinnar, sem hefur valdið talsverðum óróa hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félags íslenskra lýtalækna (FÍL). 28. desember 2011 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tíu íslenskar konur með PIP-sílikonpúða undirbúa nú málsókn gegn lýtalækni sínum. Púðar sumra þeirra eru farnir að leka og þær hafa fundið fyrir óþægindum og útbrotum. Þær vilja að púðarnir verði fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu. Konurnar eru allar með sílikonpúða frá franska framleiðandanum PIP. Hættara er við að þeir púðar leki en púðar frá öðrum framleiðendum. Um fjögur hundruð íslenskar konur er með sílikonpúða frá PIP. Tíu konur hafa fengið Sögu Ýrr Jónsdóttur, héraðsdómslögmann hjá Vox lögmannsstofu, til að undirbúa málsókn á hendur lýtalækni þeirra, Jens Kjartanssyni, en þær vilja að hann fjarlægi púðana þeim að kostnaðarlausu. „Ég fékk fyrsta símtalið bara rétt fyrir jól og það var kona sem hringdi í mig og sagði mér frá því að hún væri með áhyggjur af því hún væri með þessa púða. Hún hafði verið með einhver einkenni og var nýbúin að heyra í umræddum lækni og var með áhyggjur af því að samkvæmt skilningi hennar, þá þurfti hún að kosta aðra aðgerð, ef hún vildi losna við þessa púða. Upp frá því hringdu einhverjir sem tengdust henni og boltinn fór að rúlla og síðan þá eru tíu konur sem eru búnar að hafa samband við mig og vilja að ég fari með málið fyrir þær. Þær eiga það í rauninni bara allar sameiginlegt að þær hafa fylgst með umfjölluninni um þessa PIP púða. Einhverjar af þeim hafa verið með einhver óþægindi, hafa verið með verki í brjóstum, útbrot og annað," Segir lögfræðingurinn Saga Ýrr. Saga hitti Jens á fundi í gær og segir hún hann allan af vilja gerðan til að reyna að ná sátt í málinu. „Sá fundur var mjög góður og hann er að reyna að vinna í því að allavega þær sem eru með púða sem eru byrjaðir að leka að púðarnir verði fjarlægðir hjá þeim, þeim að kostnaðarlausu. Eftir situr þá sá hluti sem að er með púða sem að ekki eru byrjaðir að leka. Þær náttúrulega vilja ekki hafa iðnaðarsílikon í brjóstunum. Nú er ég bara búin að vera síðastliðna daga að lesa mér til um þessa púða og skoða þá hvort að málið myndi beinast gegn umræddum lækni eða íslenska ríkinu, náist samningar ekki," segir Saga að lokum.
PIP-brjóstapúðar Tengdar fréttir Landlæknir segir PIP-sílikonpúðana ekki hættulegri en aðra Engin ástæða er fyrir konur með sílíkonpúða frá franska fyrirtækinu PIP til að láta fjarlægja púðana. Landlæknir segir þá ekki hættulegri en aðra sílíkonpúða. 30. desember 2011 19:45 Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. 5. janúar 2012 18:30 Athugasemdir gerðar fyrir meira en áratug Meira en áratugur er síðan að gerðar voru athugasemdir við starfsemi franska fyrirtækisins PIP sem talið er hafa framleitt gallaða silikonpúða í brjóst. Fréttir af göllunum hafa valdið skelfingu á meðal kvenna um allan heim að undanförnu. 28. desember 2011 08:00 Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. 4. janúar 2012 21:22 Konur með sílikon hvattar til þess að hafa samband við skurðlækni Lyfjastofnun ráðleggur íslenskum konum, sem fengið hafa sílikonfyllta brjóstapúða, að hafa samráð við sinn skurðlækni, hafi þær áhyggjur eða finna fyrir eymslum í brjóstum. 22. desember 2011 13:47 Bretar vilja skrásetja brjóstastækkunaraðgerðir Heilbrigðisráðherra Bretlands er hlynntur því að tekin verði upp heildarskráning sílikonaðgerða á brjóstum. Skortur á skráningu torveldar samantekt á fjölda þeirra sílikonpúða sem hafa rifnað. 4. janúar 2012 12:05 Franskar konur beðnar um að láta fjarlægja brjóstaígræðslur Nefnd á vegum frönsku ríkisstjórnarinnar ráðleggur nú rúmlega 30.000 konum að láta fjarlægja sílikon ígræðslur úr brjóstum sínum. 20. desember 2011 13:32 Talið að fjögur hundruð konur séu með sílikonið frá PIP Talið er að um fjögur hundruð íslenskar konur séu með sílikonpúða frá franska framleiðendum PIP sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni. Stofnandi fyrirtækisins er eftirlýstur af Interpol. 26. desember 2011 18:30 Konur með PIP brjóst fá bréf Allar konu sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar eftir árið 2000 munu á næstunni fá bréf með nánari upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig skal bregðast við vegna fyllingarinnar, sem hefur valdið talsverðum óróa hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félags íslenskra lýtalækna (FÍL). 28. desember 2011 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landlæknir segir PIP-sílikonpúðana ekki hættulegri en aðra Engin ástæða er fyrir konur með sílíkonpúða frá franska fyrirtækinu PIP til að láta fjarlægja púðana. Landlæknir segir þá ekki hættulegri en aðra sílíkonpúða. 30. desember 2011 19:45
Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka. 5. janúar 2012 18:30
Athugasemdir gerðar fyrir meira en áratug Meira en áratugur er síðan að gerðar voru athugasemdir við starfsemi franska fyrirtækisins PIP sem talið er hafa framleitt gallaða silikonpúða í brjóst. Fréttir af göllunum hafa valdið skelfingu á meðal kvenna um allan heim að undanförnu. 28. desember 2011 08:00
Landlæknir vill upplýsingar um brjóstastækkanir Landlæknir sendi í dag bréf til allra lýtalækna þar sem óskað er upplýsinga um þær sílíkonaðgerðir sem þeir hafa gert á brjóstum. Þá munu í fyrsta sinn liggja fyrir gögn um aldursdreifngu kvenna með sílíkonbrjóst og þróun á fjölda aðgerða eftir árum. 4. janúar 2012 21:22
Konur með sílikon hvattar til þess að hafa samband við skurðlækni Lyfjastofnun ráðleggur íslenskum konum, sem fengið hafa sílikonfyllta brjóstapúða, að hafa samráð við sinn skurðlækni, hafi þær áhyggjur eða finna fyrir eymslum í brjóstum. 22. desember 2011 13:47
Bretar vilja skrásetja brjóstastækkunaraðgerðir Heilbrigðisráðherra Bretlands er hlynntur því að tekin verði upp heildarskráning sílikonaðgerða á brjóstum. Skortur á skráningu torveldar samantekt á fjölda þeirra sílikonpúða sem hafa rifnað. 4. janúar 2012 12:05
Franskar konur beðnar um að láta fjarlægja brjóstaígræðslur Nefnd á vegum frönsku ríkisstjórnarinnar ráðleggur nú rúmlega 30.000 konum að láta fjarlægja sílikon ígræðslur úr brjóstum sínum. 20. desember 2011 13:32
Talið að fjögur hundruð konur séu með sílikonið frá PIP Talið er að um fjögur hundruð íslenskar konur séu með sílikonpúða frá franska framleiðendum PIP sem hugsanlega geta valdið heilsutjóni. Stofnandi fyrirtækisins er eftirlýstur af Interpol. 26. desember 2011 18:30
Konur með PIP brjóst fá bréf Allar konu sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar eftir árið 2000 munu á næstunni fá bréf með nánari upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig skal bregðast við vegna fyllingarinnar, sem hefur valdið talsverðum óróa hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félags íslenskra lýtalækna (FÍL). 28. desember 2011 21:00