Hamilton á sér leynda tónlistardrauma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2012 23:15 Ökuþórinn og Formúlu 1-kappinn Lewis Hamilton er í enskum fjölmiðlum í dag sagður hafa varið frítíma sínum í að taka upp frumsamin lög í hljóðveri í Englandi. Hamilton er einn besti ökuþór heimsins og varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 2008. Hann ekur fyrir McLaren sem kunnugt er. Hann er sagður mikill tónlistarunnandi og því hafi hann leigt sér tíma í hljóðveri til að taka upp nokkur lög sem hann samdi sjálfur. Eru þau sögð í ætt við svokallaða R&B-tónlist. „Hann hefur verið að taka upp mörg lög að undanförnu en hann vill þó fyrst og fremst einbeita sér að Formúlunni og því er ólíklegt að almenningur fái að heyra lögin í bráð," sagði heimildamaður enska götublaðsins The Sun. „En hann hefur fengið jákvæð viðbrögð frá þeim fáu sem hafa fengið að hluta á lögin." Kanadíski ökuþórinn Jacques Villeneuve gaf út plötuna Private Paradise árið 2007 en hún hlaut reyndar ekki neitt sérstakar viðtökur. Lag hans, Foolin' Around, má heyra með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan. Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Ökuþórinn og Formúlu 1-kappinn Lewis Hamilton er í enskum fjölmiðlum í dag sagður hafa varið frítíma sínum í að taka upp frumsamin lög í hljóðveri í Englandi. Hamilton er einn besti ökuþór heimsins og varð heimsmeistari í Formúlu 1 árið 2008. Hann ekur fyrir McLaren sem kunnugt er. Hann er sagður mikill tónlistarunnandi og því hafi hann leigt sér tíma í hljóðveri til að taka upp nokkur lög sem hann samdi sjálfur. Eru þau sögð í ætt við svokallaða R&B-tónlist. „Hann hefur verið að taka upp mörg lög að undanförnu en hann vill þó fyrst og fremst einbeita sér að Formúlunni og því er ólíklegt að almenningur fái að heyra lögin í bráð," sagði heimildamaður enska götublaðsins The Sun. „En hann hefur fengið jákvæð viðbrögð frá þeim fáu sem hafa fengið að hluta á lögin." Kanadíski ökuþórinn Jacques Villeneuve gaf út plötuna Private Paradise árið 2007 en hún hlaut reyndar ekki neitt sérstakar viðtökur. Lag hans, Foolin' Around, má heyra með því að smella á hlekkinn hér fyrir ofan.
Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira