Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2012 13:00 Andy Roddick varð að hætta keppni vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu. Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. Sterkustu 32 keppendum mótsins er raðað inn í mótið samkvæmt styrkleikaröð sem byggir á heimslistanum í tennis. Er það gert til að forðast að bestu tenniskappar heims mætist snemma í mótinu. Af þeim eru 20 karlar og 20 konur komnar áfram í þriðju umferðina sem er 32-manna úrslitin í einliðaleik karla og kvenna. Í karlaflokki féll Bandaríkjamaðurinn Mardy Fish (8. sæti) úr leik er hann tapaði fyrir Kólumbíumanninum Alejandro Falla í þremur settum. Annar Bandaríkjamaður, Andy Roddick (15. sæti) er einnig úr leik en hann varð að gefa viðureign sína gegn heimamanninum Lleyton Hewitt vegna meiðsla. Hewitt var eitt sinn einn besti tenniskappi heims en er nú ansi neðarlega á heimslistanum. Hann fékk svokallaðan Wild Card-þátttökurétt á mótinu og er nú kominn áfram í þriðju umferð, heimamönnum til mikillar ánægju. Þar mætir hann Kanadamanninum Milos Raonic (23. sæti) sem þykir mikið efni en hann er 21 árs gamall. Fjórir efstu menn heimslistans - Novak Djokovic, Rafael Nadal, Roger Federer og Andy Murray - hafa ekki lent í teljandi vandræðum með sína andstæðinga en Federer þurfti ekki einu sinni að spila í annarri umferð. Andstæðingur hans, Þjóðverjinn Andreas Beck, gat ekki spilað vegna meiðsla í baki. Í kvennaflokki kom helst á óvart að hin ítalska Francesca Schiavone (10. sæti), sem fagnaði sigri á opna franska meistaramótinu árið 2010, féll úr leik en hún tapaði fyrir löndu sinni, Romina Oprandi. Þekktustu tenniskonur heims - Caroline Wozniacki (1. sæti), Maria Sharapova (4. sæti), Kim Clijsters (11. sæti) og Serena Williams (12. sæti) eru allar komnar áfram en systir þeirra síðastnefndu, Venus Williams, hefur ekkert keppt síðan í september á síðasta ári vegna veikinda. Hún stefnir þó að því að spila á ný strax í næsta mánuði. Í nótt féll síðasta ástralska konan af alls átta úr leik í keppninni er Jelena Dokic, sem er reyndar fæddur Serbi, tapaði fyrir Mation Bartoli. Keppni heldur áfram í nótt en þá hefjast 32-manna úrslitin. Sýnt er beint frá keppninni á Eurosport og Eurosport 2. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um keppnina á heimasíðu hennar sem og á Wikipedia-vefritinu.
Tennis Tengdar fréttir Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40