Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 10:12 Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54