Golf

Tinna í góðri stöðu fyrir lokahringinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/GVA
Tinna Jóhannsdóttir úr golfklúbbnum Keili er í mjög sterkri stöðu fyrir lokahringinn í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi sem nú stendur yfir á Spáni.

Tinna er samtals í fimmta sæti á einu höggi undir pari en 35 efstu kylfingarnir komast áfram í lokaúrtökumótið sem fer fram í næstu viku.

Hún lék á 71 höggi í dag, alveg eins og í gær, og hoppaði upp um þrjú sæti á milli daga. Hún er aðeins einu höggi frá þriðja sætinu en tíu höggum á undan þeim sem eru í kringum 35. sætið nú.

Tinna lék sérstaklega vel á fyrri níu holunum í dag. Þá fékk hún sex pör og þrjá fugla. Á seinni níu fékk hún fimm pör, tvo skolla og einn fugl. Hún lék á suðurvellinum í dag sem er par 73 og var því á tveimur höggum undir pari.

Á morgun leikur hún á norðurvellinum sem er par 71. Hún lék á þeim velli í gær og skilaði sér þá í hús á pari, sem fyrr segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×