Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2012 08:30 Íþróttahúsið Jakinn á Ísafirði. Mynd / vverk.is Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. „Okkur var tjáð að það væri ófært og það hefði fallið snjóflóð á leiðinni. Við höfðum fylgst vel með þessu allan morguninn hvernig þetta yrði og hvort það væri fært," sagði Tómas Hermannsson, þjálfari Ármanns, í samtali við íþróttadeild Vísis. Í hádeginu í gær birtist frétt á KFI.is þess efnis að Ármann myndi ekki mæta til leiks og engin skýring sé á fjarveru Reykjavíkurliðsins. Ekkert sé að færðinni vestur. „Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti," segir í fréttinni sem má lesa með því að smella hér. Þá eru stuðningsmenn Ísfirðinga sem höfðu hugsað sér að mæta á leikinn beðnir fyrirfram afsökunar skyldu þeir gera sér ferð á leikinn sem hafði verið auglýstur mikið á Ísafirði. Tómas segist hafa verið í sambandi við heimamenn sem hafi varað þá við keyra vestur. „Við höfðum samband við björgunarsveitina á Ísafirði sem sagði okkur að það væri mjög hált og hæpið en ef við ætluðum að keyra þangað yrðum við að hafa varann á," bætti Tómas við. Tómas var undrandi á því að í fréttinni hjá KFÍ kæmi fram að engar skýringar hefðu verið gefnar á fjarveru Ármenninga. „Ég hafði samband við þá klukkan níu um morguninn," sem neitaði þó að gefa upp hvaða fulltrúa KFÍ hann ræddi við. Sagði hann ekki vilja búa til nein leiðindi." „Þeir mega skrifa það sem þeir vilja en við höfum okkar ástæður eftir að hafa ráðfært okkur við menn sem vissu hvernig færðin væri," sagði Tómas. Ármann rekur lestina í 1. deild karla með fjögur stig. Tómas segir þó enga uppgjöf í hans herbúðum. „Við erum ekki hættir. Við erum ennþá í deildinni. Ég á marga góða vini á Ísafirði og mér finnst þetta svolítið skrýtið," sagði Tómas sem spilaði á sínum tíma á Ísafirði. Tómas sagðist hafa farið eftir settum reglum og tilkynnt KKÍ að Ármenningar sæju sér ekki fært að mæta til leiks. Hann sagði sig og sína menn reikna með því að leikurinn yrði spilaður síðar. „Mótanefnd getur auðvitað tekið aðrar ákvarðanir," sagði Tómas að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira
Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. „Okkur var tjáð að það væri ófært og það hefði fallið snjóflóð á leiðinni. Við höfðum fylgst vel með þessu allan morguninn hvernig þetta yrði og hvort það væri fært," sagði Tómas Hermannsson, þjálfari Ármanns, í samtali við íþróttadeild Vísis. Í hádeginu í gær birtist frétt á KFI.is þess efnis að Ármann myndi ekki mæta til leiks og engin skýring sé á fjarveru Reykjavíkurliðsins. Ekkert sé að færðinni vestur. „Engin skýring er með þessu uppátæki Ármenninga og eru þetta forkastanleg vinnubrögð þar sem ekkert er að færð á landi og í lofti," segir í fréttinni sem má lesa með því að smella hér. Þá eru stuðningsmenn Ísfirðinga sem höfðu hugsað sér að mæta á leikinn beðnir fyrirfram afsökunar skyldu þeir gera sér ferð á leikinn sem hafði verið auglýstur mikið á Ísafirði. Tómas segist hafa verið í sambandi við heimamenn sem hafi varað þá við keyra vestur. „Við höfðum samband við björgunarsveitina á Ísafirði sem sagði okkur að það væri mjög hált og hæpið en ef við ætluðum að keyra þangað yrðum við að hafa varann á," bætti Tómas við. Tómas var undrandi á því að í fréttinni hjá KFÍ kæmi fram að engar skýringar hefðu verið gefnar á fjarveru Ármenninga. „Ég hafði samband við þá klukkan níu um morguninn," sem neitaði þó að gefa upp hvaða fulltrúa KFÍ hann ræddi við. Sagði hann ekki vilja búa til nein leiðindi." „Þeir mega skrifa það sem þeir vilja en við höfum okkar ástæður eftir að hafa ráðfært okkur við menn sem vissu hvernig færðin væri," sagði Tómas. Ármann rekur lestina í 1. deild karla með fjögur stig. Tómas segir þó enga uppgjöf í hans herbúðum. „Við erum ekki hættir. Við erum ennþá í deildinni. Ég á marga góða vini á Ísafirði og mér finnst þetta svolítið skrýtið," sagði Tómas sem spilaði á sínum tíma á Ísafirði. Tómas sagðist hafa farið eftir settum reglum og tilkynnt KKÍ að Ármenningar sæju sér ekki fært að mæta til leiks. Hann sagði sig og sína menn reikna með því að leikurinn yrði spilaður síðar. „Mótanefnd getur auðvitað tekið aðrar ákvarðanir," sagði Tómas að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Sport HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Fleiri fréttir Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Sjá meira