Azarenka vann sitt fyrsta stórmót | Komst í efsta sæti heimslistans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. janúar 2012 09:54 Victoria Azarenka. Nordic Photos / Getty Images Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0. Þetta er í fyrsta sinn sem Azarenka, sem er 22 ára gömul, kemst í úrslit á stórmóti og hafði hún sigur í fyrstu tilraun. Fyrir mótið var hún í þriðja sæti heimslistans og aldrei komist hærra. En með þessum sigri er ljóst að hún mun stökkva upp í efsta sæti þegar nýr listi verður gefinn út eftir helgi. Hún er vel að sigrinum komin en hún sló út Belgann Kim Clijsters í undanúrslitum í hörkuviðureign og var svo einfaldlega mun sterkari aðilinn gegn Sharapovu í morgun. Azarenka er vitanlega þjóðhetja í heimalandi sínu en engin tenniskona frá Hvíta-Rússlandi hefur áður náð jafn langt og hún. Hún komst í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í fyrra en tapaði þá fyrir Petru Kvitova frá Tékklandi sem vann svo mótið. Sharapova sló Kvitovu úr leik í undanúrslitunum í Ástralíu. Azarenka virkaði taugaóstyrk í byrjun og Sharapova komst í 2-0 forystu í fyrsta setti. En Azarenka náði að hrista það fljótt af sér og vinna fyrsta settið örugglega, 6-3. Í öðru setti náði Sharapova sér aldrei á strik og tapaði 6-0. Azarenka steig ekki feilspor, kláraði viðureignina með ótrúlegum yfirburðum og fagnaði vel og innilega í leikslok. Þegar uppi var staðið hafði Azarenka unnið tólf af þrettán síðustu lotum viðureignarinnar. Þetta eru vitanlega mikil vonbrigði fyrir Sharapovu sem vann þetta mót árið 2008. Það var hennar þriðji stórmótstitill og er hún enn að bíða eftir þeim fjórða. Síðan þá hefur hún þó mátt glíma við meiðsli og ýmis konar mótlæti. Þrátt fyrir tapið í dag er hún um þetta leyti nálægt sínu besta og til alls líkleg á keppnisárinu sem er fram undan. Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Hvít-Rússinn Victoria Azarenka bar í dag sigur úr býtum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sannfærandi sigur á Mariu Sharapovu frá Rússlandi í úrslitum, 6-3 og 6-0. Þetta er í fyrsta sinn sem Azarenka, sem er 22 ára gömul, kemst í úrslit á stórmóti og hafði hún sigur í fyrstu tilraun. Fyrir mótið var hún í þriðja sæti heimslistans og aldrei komist hærra. En með þessum sigri er ljóst að hún mun stökkva upp í efsta sæti þegar nýr listi verður gefinn út eftir helgi. Hún er vel að sigrinum komin en hún sló út Belgann Kim Clijsters í undanúrslitum í hörkuviðureign og var svo einfaldlega mun sterkari aðilinn gegn Sharapovu í morgun. Azarenka er vitanlega þjóðhetja í heimalandi sínu en engin tenniskona frá Hvíta-Rússlandi hefur áður náð jafn langt og hún. Hún komst í undanúrslit á Wimbledon-mótinu í fyrra en tapaði þá fyrir Petru Kvitova frá Tékklandi sem vann svo mótið. Sharapova sló Kvitovu úr leik í undanúrslitunum í Ástralíu. Azarenka virkaði taugaóstyrk í byrjun og Sharapova komst í 2-0 forystu í fyrsta setti. En Azarenka náði að hrista það fljótt af sér og vinna fyrsta settið örugglega, 6-3. Í öðru setti náði Sharapova sér aldrei á strik og tapaði 6-0. Azarenka steig ekki feilspor, kláraði viðureignina með ótrúlegum yfirburðum og fagnaði vel og innilega í leikslok. Þegar uppi var staðið hafði Azarenka unnið tólf af þrettán síðustu lotum viðureignarinnar. Þetta eru vitanlega mikil vonbrigði fyrir Sharapovu sem vann þetta mót árið 2008. Það var hennar þriðji stórmótstitill og er hún enn að bíða eftir þeim fjórða. Síðan þá hefur hún þó mátt glíma við meiðsli og ýmis konar mótlæti. Þrátt fyrir tapið í dag er hún um þetta leyti nálægt sínu besta og til alls líkleg á keppnisárinu sem er fram undan.
Tennis Tengdar fréttir Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48 Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00 Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45 Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17 Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30 16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30 Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16 Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40 Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03 Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30 Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13 Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31 Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Federer sló út efnilegan heimamann | Clijsters og Wozniacki áfram Sem fyrr lentu þeir Roger Federer og Rafael Nadal ekki í teljandi vandræðum með andstæðinga sína á opna ástralska meistaramótinu í tennis í morgun. Báðir eru komnir áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. 22. janúar 2012 10:48
Stórstjörnurnar ekki í vandræðum í Melbourne | Annarri umferð lokið Annarri umferð á opna ástralska meistaramótinu í tennis er nú lokið en allar helstu tennisstjörnur heimsins komust nokkuð auðveldlega áfram í þriðju umferðina. 19. janúar 2012 13:00
Stútaði fjórum tennisspöðum í brjálæðiskasti Kýpverjinn Marcos Baghdatis var ósáttur við frammistöðu sína í leik á opna ástralska meistaramótinu í tennis á dögunum. Tók hann reiðina út á saklausum tennisspöðum. 19. janúar 2012 23:45
Hewitt féll úr leik með sæmd | Fjórðungsúrslitin klár Ástralinn Lleyton Hewitt varð að játa sig sigraðan fyrir besta tenniskappa heims, Novak Djokovic frá Serbíu, þrátt fyrir hetjulega baráttu í 16-manna úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 23. janúar 2012 14:17
Sharapova og Azarenka mætast í úrslitum Þær Maria Sharapova og Victoria Azarenka komu nokkuð á óvart með því að sigra andstæðinga sína í undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. 26. janúar 2012 09:30
16-manna úrslitin klár á Opna ástralska | Þriðju umferð lokið Lítið hefur verið um óvænt úrslit á opna ástralska meistaramótinu í tennis til þessa og allt besta tennisfólk heims komst nokkuð auðveldlega áfram. 21. janúar 2012 16:30
Djokovic mætir Murray | Undanúrslitin klár Úrslit dagsins á Opna ástralska meistaramótinu í tennis voru öll eftir bókinni en nú er fjórðungsúrslitum keppninnar lokið. 25. janúar 2012 12:16
Stosur óvænt úr leik á heimavelli í Melbourne | Fyrstu umferð lokið Nánast öllum viðureignum er lokið í fyrstu umferð einliðaleiks karla og kvenna á fyrsta stórmóti ársins í tennis, Opna ástralska meistaramótinu. 17. janúar 2012 12:40
Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27. janúar 2012 14:03
Táningurinn Tomic slær í gegn á heimavelli Bernard Tomic, nítján ára Ástrali, er kominn áfram í 16-manna úrslit á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 20. janúar 2012 12:30
Nadal áfram eftir hörkuslag | Wozniacki úr leik Fyrri helming fjórðungsúrslitanna í einliðaleik karla og kvenna á Opna ástralska meistaramótsins er lokið. Roger Federer og Rafael Nadal komust báðir áfram en Caroline Wozniacki, efsta kona heims á heimslistanum, er úr leik. 24. janúar 2012 13:13
Nadal sló út Federer í undanúrslitum Rafael Nadal er kominn í úrslitin á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir sigur á Roger Federer í hreint magnaðri undanúrslitaviðureign. 26. janúar 2012 12:31
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast