Ágreiningur blasir við vegna tillagna stjórnlagaráðs Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. janúar 2012 18:55 Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira
Það blasir við ágreiningur fyrir dómstólum verði tillögur stjórnlagaráðs samþykktar óbreyttar. Þetta segir Hafsteinn Þór Hauksson, lektor við lagadeild HÍ. Hafsteinn, sem hefur lengi velt fyrir sér og rannsakað stjórnarskrár og réttarheimspeki, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann skrifaði lokaverkefni sitt við lagadeild HÍ um stjórnarskrárhyggju (e. constitutionalism) og lagði síðan stund á rannsóknir á sviði réttarheimspeki og stjórnskipunarréttar við Oxford-háskóla, þaðan sem hann lauk framhaldsnámi. Mannréttindakafli stjórnarskrárinnar var endurskoðaður árið 1995 og eftir það hafa fallið margir stefnumótandi dómar í Hæstirétti Íslands þar sem ákvæðin hafa verið túlkuð og fyllt. Margir þessara dóma ollu nokkrum deilum í samfélaginu, t.d Örykjardómar Hæstaréttar sem fjölluðu um túlkun á jafnræðisreglu stjórnarskrár og 76.gr. hennar um réttindi til aðstoðar vegna sjúkleika.Lítil orðalagsbreyting getur breytt miklu Frumvarp stjórnlagaráðs byltir stjórnarskránni, sem þýðir að hún er í raun skrifuð alveg upp á nýtt, þó hún byggi á mörgum stöðum á orðalagi gildandi stjórnarskrár. En er hætt við því að með því að breyta orðalagi og skrifa upp á nýtt, t.d mannréttindakaflann, taki við nýtt tímabil deilna fyrir dómstólum þar sem menn freista þess að láta reyna á réttindi sín á grundvelli þessara nýju ákvæða? „Það blasir við að það bíður okkar að ráðast í það verk. Eins og þú bendir á var mannréttindakaflinn endurskoðaður 1995 og sett fjölmörg ný ákvæði sett þar inn. Menn litu svo á á þeim tímapunkti að verið væri að staðfesta gildandi rétt. Ekki væri verið að breyta íslenskri stjórnskipun að verulegu leyti heldur festa í stjórnarskrá ákveðin réttindi sem fælust í íslenskri stjórnskipun í óskráðum reglum. Reyndir var hins vegar sú, sem þú lýsir hérna, að það var látið á þessi ákvæði reyna og það féllu stefnumarkandi dómar í Hæstarétti. Þetta mun án efa gerast verði þessi tillaga samþykkt. Það verður látið reyna á þessi ákvæði og við getum ekki gefið okkur það að endurorðað mannréttindaákvæði muni verða túlkað með nákvæmlega sama hætti af Hæstarétti jafnvel þó svo að það hafi hugsanlega verið ætlunin með tillögu stjórnlagaráðs," segir Hafsteinn Þór. Sjá má bú úr viðtalinu þar sem hann ræðir þetta mál sérstaklega hér fyrir ofan. Sjá má þáttinn í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjá meira