Innlent

Leitar stuðnings við vantraust á Ástu Ragnheiði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Birgitta Jónsdóttir leitar eftir stuðningi við vantrauststillögu á forseta Alþingis.
Birgitta Jónsdóttir leitar eftir stuðningi við vantrauststillögu á forseta Alþingis.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er farin af stað með undirskriftarsöfnun til þess að safna stuðningi við vantrauststillögu á hendur Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis.

Birgitta segir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið að byrja með listann rétt fyrir atkvæðagreiðsluna í Geirsmálinu á föstudaginn, en hafi síðan byrjað að safna fólki á listann eftir atkvæðagreiðsluna. Hún segir að afstaða Ástu Ragnheiðar í landsdómsmálinu sé meðal annars ástæða þess að hún hafi lagt upp með undirskriftasöfnunina. „Það er mjög margt annað en þetta fyllti mælinn getur maður sagt," segir Birgitta.

Birgitta ítrekar þá skoðun sína að ef Alþingi ætli sér að leysa upp Landsdóm þá sé þessu þingi ekki fært að sitja. Verði það niðurstaðan sé mikilvægt að fá utanþingsstjórn sem geti klárað þau stóru mál sem liggja fyrir. Nefnir hún þar til að mynda kvótamálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×