Össur segir fráleitt að Geirsmálið sprengi stjórnarsamstarfið Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2012 17:14 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur. Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir fráleitt að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í gær á Alþingi muni hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Atkvæðin féllu, eins og greint hefur verið frá, þannig að Alþingi ákvað að efnisleg umræða skyldi fara fram um tillögu Bjarna Benediktssonar um að draga málshöfðun gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, til baka. „Vitaskuld er titringur hér og hvar í stjórnarliðinu og menn eru misjafnlega ánægðir með útkomuna. Ég tel hins vegar alveg fráleitt að þetta leiði til þess að stjórnin falli eins og ég sé vangaveltur um í fjölmiðlum. Það er ekkert í þessu máli sem á að geta leitt til þess nema að menn sé farið að bresta úthaldið. Ég held sannarlega ekki að þetta mál hafi einhverjar afdrifaríkar afleiðingar um framtíð ríkisstjórnarinnar," segir Össur. Össur bendir á að það sé farið að ganga vel hjá ríkisstjórninni. „Það eru allar efnahagsvísbendingar mjög jákvæðar og við erum sigld út úr storminum. Það væri hreinn asnaskapur að ætla að láta gremju yfir úrslitunum breyta einhverju um það," segir Össur. Aðspurður um það hvort Össur ætli að greiða tillögu Bjarna atkvæði sitt þegar hún verður tekin til atkvæðagreiðslu segist Össur vera samkvæmur sjálfum mér. „Ég var frá upphafi andvígur því að þessu máli væri vísað til landsdóms og ég hef ekki breytt um skoðun á því. Það er ekki frétt þó ráðherra í ríkisstjórn sé samkvæmur sjálfum sér," segir Össur.
Landsdómur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira