Framarar misstigu sig í Mosfellsbænum í kvöld er þeir fengu aðeins eitt stig gegn næstneðsta liði N1-deildarinnar, Aftureldingu.
Mosfellingar leiddu lengu vel og þar af með tveimur mörkum, 12-10, í hálfleik. Fram náði þó að bjarga jafntefli og er í fjórða sæti deildarinnar, stigi á undan Akureyri.
Afturelding-Fram 23-23 (12-10)
Afturelding: Sverrir Hermannsson 6, Hilmar Stefánsson 4, Jóhann Jóhannsson 4, Jón Andri Helgason 4, Helgi Héðinsson 2, Hrafn Ingvarsson 1, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Einar Héðinsson 1.
Fram: Stefán B. Stefánsson 6, Jóhann K. Reynisson 4, Sigurður Eggertsson 4, Jón Jónsson 3, Arnar Hálfdánsson 3, Halldór Sigfússon 2.

