Paul di Resta: Furðulegu bílarnir betri í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 9. febrúar 2012 17:18 Paul di Resta ók fyrir Force India í fyrra og gerir það aftur í ár. Hann telur bílana enn betri en þá í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. nordicphotos/afp Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott." Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Skoski ökuþórinn Paul di Resta hjá Force India liðinu sagði í viðtali á Spáni í dag að nýju bílarnir væru betri en þeir í fyrra þrátt fyrir strangari reglur. Æfingatímabil F1 liða stendur nú yfir. Vænta má betri hringtíma í mótum ársins að mati di Resta. "Ég held að bílarnir séu fljótari. Formúla 1 er í stöðugri þróun og ég geri ráð fyrir að allir séu að reyna við takmörkin," sagði hann í fyrirspunatíma á Autosport.com í dag. "Það eru merki um að þeir séu enn hraðskreðari en bílarnir í fyrra." "Dekkin eru sömuleiðis betri í ár. Þau eru auðvitað aðeins öðruvísi en það er erfitt að henda reiður á eiginleika dekkjanna í nýjum bíl, með öðruvísi fjöðrun. En til þess erum við að æfa: Til að sækja gögn og upplýsingar." Mikið hefur verið rætt um nýstárlegt útlit F1 bíla ársins 2012. Nánast öll liðin sína hafa sett nokkuð bratta "hillu" á framhluta bílsins til að mæta reglubreytingum ársins. McLaren liðið er eina liðið sem þegar hefur frumsýnt bíl sinn sem notast ekki við þessa útfærslu. Kemur það meðal annars til vegna þess hve lágur MP4-27 bíll er. Di Resta segist ekki hafa miklar áhyggjur af furðulegu útliti bílanna. "Ég er að venjast þeim. Þeir líta ekkert svo illa út. Þetta er svipað og þegar þeir hækkuðu afturvænginn og settu stóra framvængi, það varð mjög fljótt venjulegt. En þetta snýst ekki um hversu flott það er heldur hversu gott."
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira