Viðskipti innlent

Pétur Einarsson: Offramboð af viðskiptabankastarfsemi

Pétur Einarsson, forstjóri Straums sem er í viðtali í nýjasta þætti Klinksins á viðskiptavef Vísis, segir offramboð vera fyrir hendi á viðskiptabankastarfsemi hér á landi. Rekstrarkostnaður sé of mikill.

Þetta eigi samt ekki endilega við um fjárfestingabankastarfsemi og ýmis verkefni sem minni verðbréfa- og ráðgjafafyrirtæki sinna. Þar sé verið að vinna mikilvæga vinnu. „Við ætlum okkur stóra hluti á þessu markaði sem við störfum á," segir Pétur liðla 40 starfsmenn vinna nú hjá bankanum.

Pétur segir vera þörf á hagræðingu á viðskiptabankasviðinu. Þar beinist spjótin vitanlega að Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum.

Sjá viðtalið við Pétur í heild sinni hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×