Umfjöllun og viðtöl: FH - Afturelding 24-20 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. febrúar 2012 15:06 Mynd/Stefán Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega." Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira
Það var fín skemmtun sem boðið var upp á í kvöld í Kaplakrikanum. FH vann fjögurra marka sigur á Aftureldingu. Gestirnir frá Mosfellsbæ sprungu á lokakaflanum og heimamenn nýttu sér það. Mosfellingar léku án fyrirliða síns, Þránds Gíslasonar, sem var veikur. Þrátt fyrir það voru þeir betra liðið í fyrri hálfleik og í raun betra en hálfleikstölurnar gefa til kynna. Liðið fór illa með góð færi til að auka forystu sína og leiddu með einu marki í hálfleik. Aftureldingarliðið virtist hafa komið FH-ingum á óvart. Leikurinn var þó hnífjafn og aldrei meira en eitt mark á milli liðanna í fyrri hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik small allt saman betur hjá FH á meðan Mosfellingar virtust missa trúna. Daníel Freyr Andrésson var klárlega maður leiksins en hann varði 25 bolta í markinu hjá FH og á stóran þátt í því að sigur vannst í kvöld. Mikilvægur sigur FH-inga í toppbaráttunni en Afturelding situr enn sem fastast í næstneðsta sæti. Reynir Þór: Erum betri en við sýndum „Mér finnst við eiga helling inni. Við áttum að vera með miklu stærra forskot í hálfleik en eitt mark, mér fannst við ekki spila eins vel og við getum," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir leikinn. „Við áttum fullan séns á að vinna FH í dag en mér fannst við ekki hafa trú á að við gætum það. Við vorum of ragir og þorðum ekki að taka af skarið, keyra almennilega í bakið á þeim og sýna áræðni. Ég hefði viljað vinna og við erum hundsvekktir að hafa ekki náð því." „Þeir fengu markvörsluna með sér en það er kannski vegna þess að okkur skorti áræðni. Menn þorðu ekki að taka á skarið." „Janúar gekk vel hjá okkur og ég er ánægður með varnarleikinn. Við skiptum um varnarafbrigði og það gekk fínt lengst um. Við hefðum átt að nýta hraðaupphlaupin betur. Við erum betri en við sýndum í kvöld." Einar Andri: Mestu máli skipta punktarnir tveir „Það tók okkur allan fyrri hálfleikinn að koma okkur í almennilegan gang. Ég bjóst kannski við því, fyrsti leikur eftir hlé og spenningur í mönnum. Við spiluðum alls ekki nægilega vel í fyrri hálfleik og vorum með átta tapaða bolta," sagði Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH. „Við gáfum Aftureldingu ódýr mörk. Síðustu 25 mínúturnar voru samt virkilega góðar af okkar hálfu. Þá var komin meiri ró yfir sókninni og menn að spila saman. „Við vissum að Afturelding hafði spilað mjög vel í æfingaleikjum í janúar og unnið toppliðin. Þeir berjast alltaf og eru með gott lið. Það er ekkert gefið á móti þeim. Þeir spiluðu mjög góða vörn." „Mestu máli skiptir að við náðum í þessa tvo punkta, það er mikilvægt að ná sér í gang. Það hefði verið erfitt að tapa í kvöld og þurfa svo að fara á Ásvelli... í Schenker-höllina meina ég. Við vorum mjög ánægðir með þetta og Danni í markinu var í sérflokki eins og venjulega."
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Íslenski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Fleiri fréttir Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Sjá meira