Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 24-28 Stefán Árni Pálsson í Digranesi skrifar 16. febrúar 2012 12:30 Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Valur vann gríðarlega mikilvægan sigur, 28-24, gegn HK í N1-deild karla í Digranesinu í kvöld. Valur á enn fínan möguleik á því að komast í úrslitakeppnina og þessi sigur var nauðsynlegur. Hlynur Morthens fór á kostum í liði Vals og varði tuttugu skot. Valdimar Fannar Þórsson átti einnig flottan leik fyrir Val og skoraði sex mörk. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði níu mörk fyrir HK. Leikurinn hófst vel og liðið voru bæði að finna taktinn ágætlega sóknarlega. HK-ingar voru sterkari til að byrja með og leiddu leikinn 4-2 þegar gestirnir í Val gerðu fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 6-4 sér í vil. Valsarar spiluðu frábæran varnarleik í fyrri hálfleiknum og mættu HK-ingum gríðarlega framarlega. Heimamenn réðu illa við þessa vörn og Hlynur Morthens átti í litlum vandræðum með skot þeirra lengst utan af velli. Valsarar fóru aftur á móti ekkert sérstaklega vel með sín færi og skutu mikið yfir eða framhjá. Því var staðan aðeins 13-12 fyrir Val í hálfleik en þeir hefði hæglega getað farið inn í hálfleikinn með stærra forskot. Seinni hálfleikurinn var virkilega spennandi til að byrja með og aldrei munaði miklu á liðinum. HK-ingar náðu að komast yfir í byrjun síðari hálfleiksins og þegar leið á hálfleikinn þá tóku Valsmenn öll völd. Hlíðarendapiltar sýndu frábæran varnarleik í kvöld og létu HK-inga hafa mikið fyrir hverju einasta skoti. Hlynur varði einnig vel fyrir aftan vörnina. Valur vann að lokum mikilvægan fjögra marka sigur og Valur því en í möguleika á því að komast í úrslitakeppnina. Valur er eftir sigurinn í kvöld með 15 stig í sjötta sæti deildarinnar.Óskar Bjarni: Héldum út allan leikinn að þessu sinni „Þetta var mikilvægur sigur hjá okkur í kvöld,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum að spila hérna fyrir viku síðan og þá lék liðið vel í fyrri hálfleiknum en síðan datt alveg botninn úr þessu hjá okkur. Í kvöld náði liðið að halda út allan leikinn og unnum flottan sigur“. „HK er með frábært lið og ég er því sérstaklega sáttur með stigin. Þeir byrjuðu leikinn aðeins betur og mér fannst þér svona stýra honum ágætlega. Síðan þegar leið á leikinn náðum við tökum á leiknum og stýrðum sigrinum í hús“. „Við vorum hrikalega sterkir varnarlega í kvöld en Gunnar (Harðarson) og Sigfús (Sigurðsson) bundu vörnina virkilega vel saman. Ég er með góða breidd varnarlega og menn geta nánast komið inn hvaða stöðu sem er“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Óskar hér að ofan.Ólafur Bjarki: Vorum bara andlausir „Þetta var frekar svekkjandi og töluvert andleysi í mönnum eftir bikarleikinn,“ sagði Ólafur Bjarki Ragnarsson, leikmaður HK, eftir ósigurinn í kvöld. „Þetta tap sat greinilega í mönnum og við náðum okkur aldrei almennilega á flug. Við vorum samt allan tímann inn í leiknum og það vantaði samt herslumuninn“. „Við misnotuðum fullt af færum og skutum Bubba (Hlyn Morthens) í gang. Það voru bara ákveðin atriði sem féllu gegn okkur í lokin og það kostaði okkur þennan leik“. „Við verðum bara að hrista þessi töp af okkur og koma brjálaðir í næsta leik,“ sagði Ólafur að lokum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira